Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:31 Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Vísir/getty Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira