Vonda fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. júlí 2018 10:00 Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú!
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun