Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 07:30 Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur notið góðs af stríðum straumi ferðamanna til Íslands. Stefán Karlsson Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira