„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29