Lungu borgarinnar Hildur Björnsdóttir skrifar 20. júlí 2018 07:00 Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Þéttbýlismyndun hefur vaxið á undanliðnum áratugum. Afgerandi meirihluti Evrópubúa er nú búsettur í borgum. Búsetu í þéttu borgarumhverfi fylgja fjölmargir kostir, en búsetan takmarkar gjarnan beinan aðgang að óspilltri náttúru. Hún veldur áreiti með aukinni hljóð- og loftmengun. Það er því hverjum þéttbýlingi nauðsynlegt að eiga greiðan aðgang að grænum svæðum. Þannig má stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu en ekki síður bættum loftgæðum. Þetta hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfest. Með hliðsjón af mannfjöldaspám og sífellt þéttari byggð verður hlutverk grænna svæða í borgarlandinu enn veigameira. Það vöknuðu því réttmætar áhyggjur þegar tillögur að deiliskipulagi við Elliðaárnar voru nýverið kynntar í skipulagsráði. Þar urðu ljós þau áform meirihluta borgarstjórnar að hefja umfangsmikla uppbyggingu mannvirkja – og lagningu hátt í 350 bílastæða – á grænu svæði við Elliðaárnar. Í gærdag bárust svo fregnir af lagningu nýrra hitaveitustokka undir Elliðaánum. Framkvæmdin mun óhjákvæmilega leiða af sér mikið umhverfisrask og hafa í för með sér neikvæð áhrif á viðkvæmt lífríki dalsins. Þar bættist grátt ofan á svart. Fjölmargar erlendar borgir hafa staðið frammi fyrir sama freistnivanda – að hefja húsnæðisuppbyggingu á opnum grænum svæðum. Um tíma voru uppi hugmyndir um uppbyggingu húsnæðis í Central Park. Þær tillögur hlutu ekki brautargengi. Sem betur fer. Það er hættulegt að stíga fyrsta skrefið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja rétt að horfið verði frá áformum um uppbyggingu við Elliðaárnar. Við leggjum til að Elliðaárdalurinn og nærliggjandi svæði verði friðlýst eftir ákvæðum náttúruverndarlaga. Núverandi staða Elliðaárdals í skipulagi kemur hvorki í veg fyrir uppbyggingu húsnæðis né lagningu bílastæða í námunda við Elliðaárnar. Þessu þarf að breyta. Stöndum vörð um viðkvæmt lífríki Elliðaárdalsins. Gætum að grænum svæðum í borgarlandinu. Vinnum að bættum loftgæðum og gróðursetjum fleiri tré. Tryggjum að uppbygging svæðanna snúi eingöngu að bættri aðstöðu til útivistar og afþreyingar. Stöndum vörð um veigamikið hlutverk Elliðaárdalsins – og annarra grænna svæða – þau eru lungu borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar