Innlent

Stefnir í sólarleysi í næstu viku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður grátt yfir landinu næstu daga.
Það verður grátt yfir landinu næstu daga. VÍSIR/EYÞÓR
Sólin virðist ekki ætla að sýna sig mikið á næstunni ef marka má spákort Veðurstofunnar. Sólarleysið verður slíkt næstu daga að veðurfræðingur vill sem minnst tjá sig um veðrið í næstu viku - „því ekki virðist blessuð sólin ætla að sýna sig mikið,“ eins og hann orðar það.

Hann segir þó að í dag muni úrkomusvæði ganga austur yfir landinu og mun því rigna megnið af deginum sunnan- og vestanlands. Þá má gera ráð fyrir því að það haldist nokkuð þurrt norðaustanlands framan af degi.

Sjá einnig: Heillandi Maríutásur undanfari rigningar

Útlitið er lítt skárra fyrir helgina, að minnsta kosti ekki fyrir norðan þar sem spáð er hægum norðanvindi með vætu og kólnandi veðri. Spáin er þó ögn skárri syðra, búast má við að það verði skýjað með köflum, stöku skúrir en annars nokkuð milt.

Hitinn næstu daga verður á bilinu 8 til 17 stig og áfram verður hlýjast á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðvestlæg átt, víða 3-8 m/s, en norðlægari á Vestfjörðum. Víða dálítil væta, en þurrt eystra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast A-lands.

Á sunnudag:

Norðlæg átt, 3-10 m/s, en vestlægari syðst. Væta í flestum landshlutum, en þurrt SA-til. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á SA-landi.

Á mánudag:

Norðlæg átt og rigning eða súld á N-verðu landinu, en breytileg átt og stöku skúrir syðra. Kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Austlæg eða breytileg átt, væta með köflum og hiti yfirleitt 8 til 13 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Austlægar átt, stöku skúrir og hlýnar heldur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×