Sú skömm mun lifa með yður lengi er þér reynduð að knésetja ljósmæður Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 20. júlí 2018 12:11 Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar