Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 17:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim. Norður-Kórea Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim.
Norður-Kórea Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent