„Það var framið á mér verkfallsbrot“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:00 Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira