40 jarðir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skipulag Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Maður er nefndur James Ratcliffe. Hann er ríkur enda fær hann aldrei nóg. Ekki einu sinni nógan frið til þess að veiða lax. Hann getur illa veitt í ám í Vopnafirði nema eiga allar jarðirnar í sveitinni. Ríkir menn vilja veiða lax í friði, eða svo segir maður nokkur sem er talsmaður ríkra útlendra manna á Íslandi. Ríkir menn vilja hafa svo mikinn frið að þeir tala helst ekki, þeir hafa aðra í svoleiðis stússi. Ratcliffe er breskur maður. Bretar hafa nokkuð sérstakan stíl þegar þeir sveifla flugustöng. Hann er þó ekki svo magnaður að það þurfi að eiga heila sveit til þess að koma önglinum í hylinn. Nei, hér býr annað og meira undir. Ratcliffe er náttúruverndarsinni, hann ætlar sér að koma hér upp paradís á jörð, segir hann. Það er að segja sá sem talar fyrir hann – Ratcliffe talar ekki. Það lá að, nú skýrist allt. Þetta var þá, eftir allt saman, trúarlegt atriði. 40 jarðir, 40 dagar í eyðimörkinni, 40 daga rigning (hér hefur samt eitthvað klikkað). Já, „hann lét þá sjá sig í 40 daga og talaði um Guðs ríki“, segir í einu af upphafsversum Postulasögunnar. Hér gengur allt eins og fingur í þumal. Ratcliffe er enda spámaður. Hann hefur með sér sína lærisveina, þeir heita ýmsum postullegum nöfnum eins og Holding, Hluthafar ekki skráðir, Limited, Company og Óþekktir eigendur. Þeir boða fagnaðarerindið frá Lúxemborg. Og eru tilbúnir að deyja fyrir íslenska náttúru, íslenskan lax og 40 jarðir. Það fallegasta við þetta allt er að á milli allra postulanna, Ratcliffes, laxanna, Lúxemborgar og Íslands, liggur trúarlegur þráður, svo magnaður. Svo sterkur að hann er réttnefndur, Strengur.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar