Innlent

Færri fljúga innanlands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Færri fara um flugvelli landsins.
Færri fara um flugvelli landsins. Vísir/GVA
Um 8000 færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs en á sama tímabili í fyrra, ef marka má úttekt Túrista. Alls fór um 377 þúsund manns um flugvellina en rétt er að athuga að Keflavíkurflugvöllur er ekki inni í þessari tölu. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa að meðaltali um 388 þúsund manns farið um vellina á þessari öld. Á töflu sem Túristi tók saman og sjá má hér að neðan er þó greinilegt að hinn mikli fjöldi sem nýtti sér innanlandsflug árin 2000, 2007 og 2008 hífir upp meðaltalið.

Svo virðist sem samdrátturinn hafi verið mestur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ferðum farþega fækkar um 5 prósent á milli ára. Samdrátturinn er hins vegar minni á Egilsstöðum og þá varð fjölgun á Akureyrarflugvelli.

Í tilfelli síðari flugvallarins verður þó að horfa til að þess að um 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum sem Túristi vísar í. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þessar ferðir - „ ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár líkt og í Reykjavík og Egilsstöðum,“ segir í frétt Túrista.

Í tölum Isavia er farþegafjöldinn á öðrum flugvöllum ekki sundurliðaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×