Lífið

Axl Rose mikill aðdáandi Bjarkar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axl rokkar á Laugardalsvellinum í kvöld.
Axl rokkar á Laugardalsvellinum í kvöld. vísir/getty
Guns N' Roses stendur fyrir stórtónleikum á Laugardalsvellinum í kvöld og er búist við um 25 þúsund manns á vellinum.

Aldrei hafa fleiri gestir mætt á Laugardalsvöllinn. Axl Rose, söngvari sveitarinnar er í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag og kemur þar í ljós að kappinn er mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur.

„Ég held að Björk sé ein sú allra þekktasta og ég er mikill aðdáandi hennar,“ segir Axl í viðtalinu.

Opnað verður fyrir tónleikagesti klukkan 16:30 í dag og er búist við því að Guns N´Roses stígi á sviðið um klukkan átta.


Tengdar fréttir

Áhorfendametið nú þegar fallið

Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða.

Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna

Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×