Næsti bær við Norðurlönd Þorvaldur Gylfason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Brisbane – Konur höfðu ekki kosningarrétt í Grikklandi til forna eða í Róm og ekki heldur í Bandaríkjunum og Evrópu þegar lýðræði ruddi sér þar til rúms á 19. öld. Fyrstir til að veita konum kosningarrétt á landsvísu urðu Ný-Sjálendingar 1892, síðan komu Ástralar 1902, Finnar 1906, Norðmenn 1913 og Danir og Íslendingar 1915. Til samanburðar fengu konur í Sádi-Arabíu ekki kosningarrétt fyrr en 2015 og þá aðeins til sveitarstjórna; kosningarréttur karla þar er einnig bundinn við sveitarstjórnir. Hér segir frekar frá Ástralíu.Ástralíu vegnar vel Ástralía er næsti bær við Norðurlönd. Áströlum hefur vegnað vel frá aldamótunum 1900 þegar þeir stofnuðu sambandsríki sitt í núverandi mynd. Svo vel hefur þeim vegnað að Ástralía hefur staðið þétt við hlið Noregs skv. velferðarvísitölu Sameinuðu þjóðanna (e. Human Development Index) frá því mælingar hófust 1990. Þessi vísitala tekur mið af tekjum, menntun og heilbrigði þar eð tekjur í þröngum skilningi segja ekki allt sem segja þarf um afkomu fólks. Noregur hefur allar götur frá 2001 skipað efsta sæti velferðarlistans sem nær yfir flestar þjóðir heimsins. Nú skipar Ástralía annað sæti listans skv. nýjustu tölum SÞ frá 2015. Meðaltekjur Ástrala eru að vísu ekki næsthæstar í heimi. Það sem lyftir þeim upp í annað sæti er mikil rækt við menntun og heilbrigði. Ástralar búa við svipað langlífi og Íslendingar að meðaltali, 82-83 ár á móti 79 árum í Bandaríkjunum. Ástralíu vantar tvö stig upp á fullt hús stiga skv. lýðræðisvísitölu Freedom House, fær 98 stig af 100 borið saman við 100 í Noregi, 95 á Íslandi og 86 í Bandaríkjunum. Ástralía missir tvö stig vegna eftirstöðva gamals misréttis sem afkomendur frumbyggja landsins hafa mátt þola. Þeir telja um 3% mannfjöldans sem er 25 milljónir. Ójöfnuður í tekjuskiptingu er minni í Ástralíu en í Bretlandi, Kanada og Írlandi og mun minni en í Bandaríkjunum ef miðað er við hlutdeild tekjuhæsta hundraðshluta heimilanna í heildartekjum. Ójöfnuðurinn er þó meiri en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Raðval Ástralar búa við sams konar flokkakerfi og Bretar þar sem tveir flokkar gnæfa yfir einn eða fleiri smáflokka. Brezka kosningakerfið byggir á einmenningskjördæmum og færir smáflokkum miklu færri þingsæti en svarar til kjörfylgis þeirra. Brezkar ríkisstjórnir hafa því iðulega minni hluta kjósenda að baki sér. Ástralar hafa annan hátt á. Þeir styðjast við raðval (e. ranked-choice voting) sem leyfir kjósendum að raða flokkum og frambjóðendum í forgangsröð til að halda fjölda ónýtra atkvæða í lágmarki. Þessi aðferð leyfir kjósendum minni flokka að gera einnig upp á milli stóru flokkanna og eyðir þannig áhyggjum kjósenda af að þeir kasti atkvæðum sínum á glæ með því að fylgja sannfæringu sinni. Kerfið tryggir að ríkisstjórnir Ástralíu hafa nær alltaf meiri hluta kjósenda að baki sér. Verkamannaflokkurinn annars vegar og hins vegar Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn sem er miklu minni hafa skipzt á að stjórna landinu frá 1972, nokkurn veginn jafnlengi hvor fylking um sig. Raðval færist í vöxt um heiminn og var t.d. notað við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi 2010. Kosningaskylda Þetta er ekki allt. Ástralar innleiddu kosningaskyldu 1924. Æ síðan hefur áströlskum kjósendum borið lagaskylda til að mæta á kjörstað. Við þessa breytingu jókst kjörsókn í þingkosningum úr 59% 1922 í 91% 1925 og hefur jafnan síðan verið á því róli. Tilgangurinn með breytingunni var samt ekki að örva kjörsókn, heldur bæta lýðræðið. Vissulega felst í því frelsisskerðing að þurfa að mæta á kjörstað líkt og það skerðir frelsi manna að þurfa að greiða skatta, gegna skólaskyldu og herþjónustu, sitja í kviðdómi o.s.frv. Málið snýst um að skylda menn með lögum til að una minni háttar frelsisskerðingu til að tryggja framgang mikilvægra samfélagsmarkmiða. Þetta er hugsunin á bak við lögboðna kosningaskyldu. Sumir eru andvígir kosningaskyldunni og telja að sumt fólk eigi ekkert erindi á kjörstað. Aðrir telja reynsluna sýna að stjórnvöld taki meira tillit til allra kjósenda þegar öllum er skylt að kjósa. Enn aðrir benda á að tiltölulega fáir Ástralar eru flokksbundnir, þeir þurfa þess ekki þar eð einn tilgangur stjórnmálaflokka er að smala kjósendum á kjörstað. Smölun á kjörstað með tilheyrandi kostnaði er óþörf þegar lögin kveða á um kosningaskyldu að viðlögðum sektum. Kosningaskylda hneigist því til að draga úr veldi stjórnmálaflokka. Stjórnvöld í Ástralíu reyna að gera mönnum eins auðvelt að kjósa og framast er unnt í svo dreifbýlu landi. Kosningaskylda kallar á að framkvæmd kosninga njóti trausts. Kosningaskylda er lögboðin m.a. í Argentínu, Belgíu, Brasilíu, Lúxemborg og Singapúr.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar