Upphitun fyrir Ungverjaland: Hvað gerist fyrir sumarfrí? Bragi Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Hamilton í Ungverjalandi í gær að kvitta undir áritanir. vísir/getty Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira