Sindri áfram í farbanni ásamt tveimur öðrum Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2018 14:01 Sindri Þór Stefánsson strauk úr fangelsinu að Sogni í apríl síðastliðnum, þar sem hann hafði sætt gæsluvarðhaldi vegna meintrar aðildar sinnar að þjófnaðinum. Mynd/X977 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann vegna Bitcoin-málsins svokallaða. Greint var fyrst frá þessu á vef mbl.is en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði mennina í áframhaldandi farbann til 24. ágúst næstkomandi. Ólafur Helgi vildi ekki gefa upp hverjir mennirnir eru en fullyrða má að einn þeirra er Sindri Þór Stefánsson sem fór frá fangelsinu Sogni í apríl síðastliðnum og lagði leið sína til Amsterdam í Hollandi eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins í 12 vikur. Lögreglustjórinn vildi ekki upplýsa hve margir eru ákærðir í þessu máli. Enn á eftir að þingfesta málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og óvíst hvenær það verður að svo stöddu. Málið varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum en tölvurnar eru enn ófundnar. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann. Rafmyntir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi farbann vegna Bitcoin-málsins svokallaða. Greint var fyrst frá þessu á vef mbl.is en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði mennina í áframhaldandi farbann til 24. ágúst næstkomandi. Ólafur Helgi vildi ekki gefa upp hverjir mennirnir eru en fullyrða má að einn þeirra er Sindri Þór Stefánsson sem fór frá fangelsinu Sogni í apríl síðastliðnum og lagði leið sína til Amsterdam í Hollandi eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins í 12 vikur. Lögreglustjórinn vildi ekki upplýsa hve margir eru ákærðir í þessu máli. Enn á eftir að þingfesta málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og óvíst hvenær það verður að svo stöddu. Málið varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum en tölvurnar eru enn ófundnar. Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann.
Rafmyntir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira