Lífið

Dagbjört Rúriks, Gurrý Jóns og Lína Birgitta gefa út lag: „Við erum ekki alveg vissar, er þetta djók eða er þetta alvara?“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagbjört Rúriksdóttir, Lína Birgitta Sigurðardóttir og Gurrý Jónsdóttir mynda stúlknabandið Zinnia.
Dagbjört Rúriksdóttir, Lína Birgitta Sigurðardóttir og Gurrý Jónsdóttir mynda stúlknabandið Zinnia. Instagram/@linabirgittasig

Samfélagsmiðlastjörnurnar og athafnakonurnar Dagbjört Rúriksdóttir, Gurrý Jónsdóttir og Lína Birgitta Sigurðardóttir ætla nú að hasla sér völl á sviði tónlistar. Stelpurnar mynda söngsveitina Zinnia og gáfu út sitt fyrsta lag, „Gemmér“, á dögunum.

Lagið var frumflutt í þætti Völu Eiríks á FM957 í dag og stelpurnar litu við í spjall í hljóðverinu. Aðspurðar segja þær hljómsveitina hafa byrjað sem hálfgerður brandari. Fyrir tæpu ári síðan stakk Gurrý upp á því við Línu Birgittu að það gæti verið gaman að gefa út lag. Lína Birgitta tók vel í hugmyndina og hafði í kjölfarið samband við Dagbjörtu – sem var strax til í slaginn.

Að því búnu fengu stelpurnar Ásgeir Orra Ásgeirsson hjá Stop Wait Go í lið með sér og úr varð lagið Gemmér.

„Þetta er eitthvað sem okkur allar langaði að prófa frá því að við vorum litlar, þannig að af hverju ekki að prófa? Við höfum engu að tapa, þetta snýst um að hafa gaman,“ segir Lína Birgitta um ferlið.

„Fólk má líka ekki taka þessu of alvarlega. Við erum ekki alveg vissar, er þetta djók eða er þetta alvara? Þetta er svona sextíu, fjörutíu,“ bætir hún við.

Að sögn stelpnanna fjallar lagið Gemmér um um stelpu og strák á djamminu sem eru að eiga erfitt kvöld. Allt smellur þó á endanum – þegar parið er komið inn í herbergi, segja stelpurnar kímnar.

Áhugasamir geta hlustað á viðtal Völu Eiríks við stelpurnar í Zinnia í spilaranum hér að neðan. Lagið Gemmér er spilað á mínútu 4:20.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.