ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 15:44 Frá fögnuði ÍR á bikarmótinu fyrir ári síðan í Kaplakrika Vísir/ÓskarÓ ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Aðeins þremur stigum munaði á liðum ÍR og FH. Breiðablik varð í þriðja sæti. Mikið af helsta frjálsíþróttafólki Íslands var mætt til keppni í Borgarnesi. Guðni Valur Guðnason, kastari úr ÍR, vann örugglega keppni í kúluvarpi. Hans kastaði lengst 17,37 metra sem var jafnframt bæting á hans persónulega meti. Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti á dögunum. Hún náði ekki eins góðu kasti í dag en vann þó kringlukastkeppnina í dag með tæpum fimm metrum, hennar lengsta kast var 49,67 metrar. Tiana Ósk Whithorth vann keppni í 100m hlaupi og nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 400m hlaupi. Hin sextán ára Agla María Kristjánsdóttir vann nokkuð óvænt keppni í þrístökki. Mjög mjótt var á mununum, aðeins þremur sentimetrum munaði á henni og Hildigunni Þórarinsdóttur sem varð í öðru sæti. Agla María stökk 11,88 metra og Hildigunnur 11,85. Eins og oft áður endaði keppni dagsins á boðhlaupum. Hlaupin eru oft þar sem úrslit stigakeppninnar ráðast. Sveit ÍR vann í karlaflokki á tímanum 1:59,68 mínútu. Sveit FH varð í örðu sæti á 2:00,88 mínútu. Með sigrinum gulltryggðu ÍR-ingar sigur sinn í karlaflokki og vörðu þar með titil sinn frá því í fyrra. Lið ÍR fékk 58 stig í heildina í karlaflokki á móti 49 stigum FH. Í kvennaflokki hafði sveit ÍR-A einnig vinninginn, þær voru um fimm sekúndum á undan sveit FH-A. Þrátt fyrir það hafði FH betur í stigakeppninni í kvennaflokki líkt og í fyrra með 64 stigum gegn 58 stigum ÍR. Heildarúrslitin réðust á þremur stigum og hafði lið ÍR betur og er því bikarmeistari í frjálsum íþróttum annað árið í röð. Lið ÍR fékk samanlagt 116 stig og lið FH 113. Lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 91 stig. Bæði lið FH og ÍR sendu inn tvö lið, A og B, í kvennaflokki en bara eitt í karlaflokki. Stigasöfnun B-liðanna fór ekki upp í stigasöfnun A-liðanna heldur var talin sér. Heildarstig liðanna eru samansett af liðinu í karlaflokki og A-liðinu í kvennaflokki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugir milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira