Brennuvargar sem voru tilefni blóðugs umsáturs náðaðir Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 16:15 Hópur vopnaðra manna tók yfir Malheur-verndarsvæðið í Oregon, meðal annars til að mótmæla fangelsun Hammond-feðganna í byrjun árs 2016. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði í dag feðga sem voru fangelsaðir fyrir að kveikja í alríkislandi. Mál búgarðeigendanna varð tilefni umsáturs í þjóðgarði í Oregon-ríki árið 2016 sem endaði með dauða eins umsátursmannana. Dwight Hammond yngri og Steven Hammond voru dæmdir fyrir að hafa kveikt sinueld sem barst í alríkisland í Oregon. Eldana kveiktu þeir árið 2001 og 2016 en þeir voru loks ákærðri árið 2012. Þeir höfðu þá lengi deilt við alríkisstjórnina um yfirráð yfir landi. Þrátt fyrir að lágmarksrefsing fyrir brot þeirra væri fimm ára fangelsi dæmdi dómari föðurinn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi en soninn í árs fangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu dómnum og þeir voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir áfrýjunardómstóli árið 2016. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að saksóknarar í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta hefðu gengið of hart fram gegn feðgunum og að dómurinn yfir þeim hefði verið „óréttlátur“. Eldurinn sem þeir kveiktu hafi aðeins „lekið“ inn á lítinn hluta beitarlands. Feðgarnir hafa þegar afplánað þrjú og fjögur ár af fangelsisdómum sínum.Umsátur sem endaði með ofbeldi Dómarnir yfir Hammond-feðgunum urðu hópi vopnaðra búgarðseigenda tilefni til þess að sölsa undir sig Malheur-verndarsvæðið í Oregon snemma árs 2016. Hópurinn hélt svæðinu í herkví í 41 dag en með því vildi hann einnig mótmæla eignarhaldi alríkisstjórnarinnar á jarðnæði í vesturhluta Bandaríkjanna. Umsátrið endaði með því að forsprakkar hópsins voru handteknir eftir stuttan skotbardaga. Einn umsátursmannanna féll fyrir byssuskoti alríkislögreglumanns. Helstu leiðtogar vopnaða hópsins voru sýknaðir af ákærum vegna umsátursins fyrir tveimur árum, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46 Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28 Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30 Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Senda út neyðarkall eftir vistum Svo virðist vera sem vopnuðu mennirnir í Oregon, sem tóku skrifstofur dýraathvarfs á sitt vald, hafi ekki skipulagt valdarán sitt nógu vel. 10. janúar 2016 14:46
Nautgripabændur sem leiddu vopnuð umsátur lausir mála Bundy-fjölskyldan í Nevada stóð í tvígang fyrir vopnuðum umsátrum til að mótmæla alríkisstjórninni. Dómari vísaði ákærum gegn henni frá í gær. 9. janúar 2018 11:28
Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign Vopnaðir menn í Oregon ætla sér að deila friðlandi til eigenda búgarða og skógarhöggsmanna. 5. janúar 2016 21:30
Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45
Landtökumenn í Oregon sýknaðir Sjö leiðtogar vopnaðra landtökumanna í Oregon í Bandaríkjunum í janúar hafa verið sýknaðir. 28. október 2016 08:30
Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. 11. febrúar 2016 19:45