Reyndi að ná góðri Instagram-mynd en var bitin af hákarli Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 16:36 Ein af myndunum af atvikinu sem tengdafaðir Zarutskie festi á filmu. Sauma þurfti nokkur spor í handlegg Zarutskie eftir árás hákarlsins. Mynd/Tom Bates Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Fyrirsætan og neminn Katarina Zarutskie komst í hann krappann í síðasta mánuði þegar hún reyndi að ná góðri mynd af sér fyrir Instagram í fríinu. Hin 19 ára Zarutskie var stödd á Bahamaeyjum, nánar tiltekið á Exuma-eyjaklasanum, og kom þar auga á fólk sem hafði stungið sér til sunds með nokkrum hákörlum. Hákarlarnir eru almennt gæfir og eru vinsælt myndefni ferðamanna á svæðinu. Zaruitskie ákvað því að ná mynd af sér með hákörlunum og skellti sér út í sjó, að fyrirmynd fjölda fólks ef marga má myndir frá svæðinu á Instagram. Ekki fór betur en svo að einn hákarlinn réðst til atlögu og beit Zarutskie í handlegginn. Árás hákarlsins náðist á myndum sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Zarutskie hlaut nokkuð stórt sár í átökunum en varð að öðru leyti ekki meint af viðskiptum sínum við dýrið. Eftir að fjallað var um myndirnar í bandarískum fjölmiðlum hefur Zarutskie, sem er alin upp í Kaliforníu, greint frá því að henni hafi borist fjöldi andstyggilegra athugasemda. Margir hafa sakað hana um grunnhyggni og þá þvertekur hún fyrir að hafa farið út í sjóinn þvert á boð og bönn. Hún hefur nú lokað Instagram-reikningi sínum fyrir ókunnugum en fjöldi kvenna hefur neyðst til að gera slíkt hið sama undanfarin misseri. Vísir greindi frá því síðast í gær að ung kona, sem varð óafvitandi viðfang „ástarsögu í beinni“, var hrakin af samfélagsmiðlum vegna áreitni af hálfu netverja.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23
Óttaðist að verða dæmd fyrir að geta ekki gefið brjóst Khloé notast nú aðallega við þurrmjólk í pela til að næra dóttur sína en gefur henni auk þess brjóstamjólk meðfram pelagjöfum. 10. júlí 2018 23:25
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09