Hetjusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun