Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:00 Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. Trump mun dvelja í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London sem hefur verið víggirtur fyrir komu forsetans. Trump og Melaniu, eiginkonu hans, var flogið með þyrlu til bústaðarins við komuna þar sem þau munu dvelja í nótt. Verktakar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að víggirða bústaðinn og nágrenni. Þá er lögreglan í Bretlandi með mikinn viðbúnað vegna komu forsetans. Forsetahjónin munu reyndar ekki dvelja lengi í London en á morgun er gert ráð fyrir að Trump fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, auk þess sem að hann mun heilsa upp á Elísabetu Englandsdrottningu og sötra te með henni og öðrum við hirð hennar í Windsor-kastala.Verktakar hafa unnið að því að víggirða sendiherrabústað bandaríska sendiherrans í London.Vísir/GettyBúist er við miklum mótmælum í London vegna komu Trumps og gert er ráð fyrir því að risastórri eftirmynd af barnungum Trump verði flogið yfir London á meðan Trump dvelur á Bretlandi. Trump virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðum mótmælum og tjáði hann sig um þau á blaðamannafundi í Brussel á morgun áður en hann yfirgaf leiðtogafund NATO-ríkjanna. „Já, það verða kannski mótmæli en ég held að Bretar, Skotar og Írar, eins og þið vitið á ég fasteignir á Írlandi, ég á fasteignir víða, ég held að þessu fólki líki vel við mig og séu sammála mér í innflytjendamálum,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Segir Trump vera „einhyrning á baki einhyrnings á leið yfir regnboga“ í nýrri bók Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur skrifað bók um skammlíft tímabil sitt í þjónustu forsetans. Hann fer afar fögrum orðum um Trump 12. júlí 2018 13:45
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52