Framlengdu valdatíð forsetans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, er yfirleitt með hatt á höfði. Vísir/Getty Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira