Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Keflavík 1-0 | Víkingar í 5. sæti eftir þriðja sigurleikinn í röð Einar Sigurvinsson í Víkinni skrifar 13. júlí 2018 22:00 Bjarni Páll Linnet Runólfsson. vísir/bára Víkingur vann 1-0 sigur Keflavík þegar liðin mættust á Víkingsvellinum í Pepsi-karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar fengu draumabyrjun þegar þeir komust yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Jorgen Richardsen fór þá upp vinstri kantinn og kom boltanum fyrir teig Keflvíkinga. Þar var Arnþór Ingi Kristinsson mættur og renndi boltanum snyrtilega boltanum í hornið. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik sóttu af krafti. Þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg marktækifæri og áttu fá skot á markið. Það voru síðan gestirnir frá Keflavík sem fengu hættulegasta færi fyrri hálfleiksins. Þá slapp Dagur Dan Þórhallsson einn í gegn á móti Andreas Larsen, en Daninn varði frábærlega frá honum. Í síðari hálfleik var ljóst að Víkingar ætluðu sér fyrst og fremst að ná í stigin þrjú með því að halda marki sínu hreinu, frekar en að bæta við mörkum. Keflvíkingar fengu að halda boltanum meira á meðan Víkingar voru þéttir í vörninni. Sú áætlun gekk fullkomlega upp hjá lærisveinum Loga Ólafssonar, en fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum og skapaði hvorugt liðið sér marktækifæri. Í blálok leiksins var Davíð Örn Atlason rekinn af velli, en hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kjaftbrúk eftir að á honum hafði verið brotið. Þetta var þriðji sigur Víkinga í röð og fer liðið í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Keflvíkingar sitja hins vegar sem fastast í botnsætinu með þrjú stig, án sigur og hefur liðið ekki skorað mark síðan 8. júní.Af hverju vann Víkingur leikinn? Víkingur gerði það sem þurfti til og ekki tommu meira. Þeir vissu að 1-0 er nóg til að fá þrjú stig og síðari hálfleik leit liðið aldrei út fyrir að ætla sér meira en það. Þeir spiluðu mjög góðan varnarleik sem Keflvíkingar höfðu fá svör við.Hverjir stóðu upp úr? Arnþór Ingi Kristinsson var maður leiksins. Fyrir utan það að skora sigurmarkið fyrir Víkinga stóð mikil ógn af honum í fyrri hálfleik þar sem hann gaf þó nokkrar hættulegar fyrirgjafir á samherja sína. Þeir Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson breyttu heldur ekkert af vananum og spiluðu virkilega vel í vörn Víkings. Kári Árnason meiddist á æfingu í dag og var því ekki í leikmannahópi liðsins, en það verður ekki auðvelt fyrir Loga að breyta til í vörn liðsins eftir frammistöðu síðustu leikja.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga. Liðið leit í raun aldrei út fyrir að ná marki þrátt fyrir að fá að halda boltanum töluvert í síðari hálfleiknum. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Keflavík nær ekki að skora mark og ljóst að það þarf eitthvað mikið að gerast svo Keflvíkingar fari að sjá úrslit.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Víkingur er leikur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn 18. júlí og mætir sigurvegarinn úr þeim leik Breiðablik í undanúrslitum. Keflavík á næst leik í Grindavík, mánudaginn 23. júlí. Logi: Viljum hafa áhrif á topp deildarinnarLogi Ólafsson.vísr/bára„Það er fyrst og fremst bara gott að landa þessum sigri. Við spiluðum erfiðan leik á gervigrasi fyrir nokkrum dögum síðan og hann sat svolítið í okkur. Þannig að ég er bara ánægður með að hafa haldið markinu hreinu og unnið leikinn,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings í leikslok. „Mér fannst við standa varnarleikinn nokkuð vel, en við hefðum mátt skapa fleiri færi og skora fleiri mörk.“ Víkingar sóttu lítið í síðari hálfleik og segir Logi að hans menn hafi komið nokkuð þreyttir inn í leikinn í kvöld, en liðið spilaði við Fylki fyrir fjórum dögum síðan. „Það er stutt síðan við vorum að spila erfiðan leik á gervigrasi. Þessi skipti á milli gervigrass og grass, það er tekur bara toll. Þá var mikilvægast að ljúka þessum leik með sigri.“ Með sigrinum fara Víkingar í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Þeir eru aðeins einu stigi frá Breiðablik sem situr í 3. sætinu, þó Kópavogsliðið eigi leik til góða. Logi segist ekki útiloka að Víkingur geti barist um Evrópusæti. „Víkingar vilja vera í þessum sætum sem við erum komnir í núna og viljum jafnvel gera atlögu að einhverju enn meira. Við viljum hafa áhrif á það sem er að gerast á toppi deildarinnar.“ „Evrópukeppni er góð hugmynd og væri ekki vitlaust. En við vitum að það er við ramman reip að draga og mörg lið. Við tökum einn leik fyrir í einu, reynum að vinna hann og það gerðum við í dag,“ sagði Logi að lokum. Eysteinn Húni: Ég hef trú á þessum strákumEysteinn Húni er hér lengst til vinstri.„Baráttan var til staðar. Skakkaföllin eru náttúrulega endalaus en menn gerðu allt sem ég bað þá um,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, sem er tímabundið aðalþjálfari Keflavíkur en hann hafði verið aðstoðarþjálfari Guðlaugs Baldurssonar sem hætti í vikunni sem þjálfari liðsins. „Ég geri meiri kröfur varðandi sóknarleikinn í seinni hálfleik. Við settum hátt tempó á þetta og fórum ofar með liðið en það eina sem ég set út á var alvöru hungur hjá sóknarmönnunum í seinni hálfleik.“ Gengi Keflavíkur hefur verið afleitt það sem af er tímabili, en Eysteinn hefur ekkert út á hugarfar sinna manna að setja. „Ég get ekkert kvartað. Þetta er náttúrulega erfitt. Að mörgu leiti má hrósa þessum drengjum fyrir að koma með kassann fram og hausinn uppi. Sama með áhorfendur. Að það sé að koma hingað slatti af áhorfendum eins og staðan er núna, það sýnir karakterinn í þessu.“ Þá segir Eysteinn að það búi meira í liði Keflavíkur. „Þeir geta meira þessir strákar. Þeir gerður fullt af góðum hlutum, en þetta sanna hungur þarf að vera til staðar ef við eigum að klára leiki á móti liðum sem eru sterkari en við á blaði.“ Keflavík er í leit að nýjum þjálfara og segist Eysteinn vel geta hugsað sér að taka við starfinu. „Ég væri alveg til í það og myndi ekkert hræðast það. Mér finnst þetta lið geta unnið leiki í þessari deild. Ég hef trú á þessum strákum,“ sagði Eysteinn að lokum. Arnþór Ingi: Víkingur er alltaf Víkingur í VíkinniArnþór Ingi Kristinsson.vísir/anton„Ég er mjög glaður með þetta. Það er búið að ganga vel upp á síðkastið og gott að fylgja því með góðum sigri,“ sagði markaskorari Víkings, Arnþór Ingi Kristinsson í leikslok. „Við vorum orðnir þreyttir í lokin en það var mjög gott að ná marki snemma. Við erum hérna á heimavelli og Víkingur er alltaf Víkingur í Víkinni, þannig að við vissum alveg að þeir voru ekkert að fara að skora.“ Víkingar sóttu lítið í síðari hálfleik og segir Arnþór að leikjaálag undanfarna daga hafi haft áhrif á hópinn. „Það dró svolítið af okkur í seinni hálfleik. Það er náttúrlega stutt síðan það var leikur, þannig séð. Það er búið að vera svolítið álag síðan að pásan var búinn og svolítil þreyta í mannskapnum. Við héldum bara í markið í staðin.“ Næsta verkefni Víkinga er gegn nöfnum þeirra í Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Það leggst mjög vel í mig. Við ætlum bara að halda áfram þessari velgengni og fara áfram,“ sagði Arnþór Ingi að lokum. Pepsi Max-deild karla
Víkingur vann 1-0 sigur Keflavík þegar liðin mættust á Víkingsvellinum í Pepsi-karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingar fengu draumabyrjun þegar þeir komust yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Jorgen Richardsen fór þá upp vinstri kantinn og kom boltanum fyrir teig Keflvíkinga. Þar var Arnþór Ingi Kristinsson mættur og renndi boltanum snyrtilega boltanum í hornið. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik sóttu af krafti. Þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg marktækifæri og áttu fá skot á markið. Það voru síðan gestirnir frá Keflavík sem fengu hættulegasta færi fyrri hálfleiksins. Þá slapp Dagur Dan Þórhallsson einn í gegn á móti Andreas Larsen, en Daninn varði frábærlega frá honum. Í síðari hálfleik var ljóst að Víkingar ætluðu sér fyrst og fremst að ná í stigin þrjú með því að halda marki sínu hreinu, frekar en að bæta við mörkum. Keflvíkingar fengu að halda boltanum meira á meðan Víkingar voru þéttir í vörninni. Sú áætlun gekk fullkomlega upp hjá lærisveinum Loga Ólafssonar, en fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum og skapaði hvorugt liðið sér marktækifæri. Í blálok leiksins var Davíð Örn Atlason rekinn af velli, en hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kjaftbrúk eftir að á honum hafði verið brotið. Þetta var þriðji sigur Víkinga í röð og fer liðið í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Keflvíkingar sitja hins vegar sem fastast í botnsætinu með þrjú stig, án sigur og hefur liðið ekki skorað mark síðan 8. júní.Af hverju vann Víkingur leikinn? Víkingur gerði það sem þurfti til og ekki tommu meira. Þeir vissu að 1-0 er nóg til að fá þrjú stig og síðari hálfleik leit liðið aldrei út fyrir að ætla sér meira en það. Þeir spiluðu mjög góðan varnarleik sem Keflvíkingar höfðu fá svör við.Hverjir stóðu upp úr? Arnþór Ingi Kristinsson var maður leiksins. Fyrir utan það að skora sigurmarkið fyrir Víkinga stóð mikil ógn af honum í fyrri hálfleik þar sem hann gaf þó nokkrar hættulegar fyrirgjafir á samherja sína. Þeir Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson breyttu heldur ekkert af vananum og spiluðu virkilega vel í vörn Víkings. Kári Árnason meiddist á æfingu í dag og var því ekki í leikmannahópi liðsins, en það verður ekki auðvelt fyrir Loga að breyta til í vörn liðsins eftir frammistöðu síðustu leikja.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga. Liðið leit í raun aldrei út fyrir að ná marki þrátt fyrir að fá að halda boltanum töluvert í síðari hálfleiknum. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Keflavík nær ekki að skora mark og ljóst að það þarf eitthvað mikið að gerast svo Keflvíkingar fari að sjá úrslit.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá hjá Víkingur er leikur gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fer fram á miðvikudaginn 18. júlí og mætir sigurvegarinn úr þeim leik Breiðablik í undanúrslitum. Keflavík á næst leik í Grindavík, mánudaginn 23. júlí. Logi: Viljum hafa áhrif á topp deildarinnarLogi Ólafsson.vísr/bára„Það er fyrst og fremst bara gott að landa þessum sigri. Við spiluðum erfiðan leik á gervigrasi fyrir nokkrum dögum síðan og hann sat svolítið í okkur. Þannig að ég er bara ánægður með að hafa haldið markinu hreinu og unnið leikinn,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings í leikslok. „Mér fannst við standa varnarleikinn nokkuð vel, en við hefðum mátt skapa fleiri færi og skora fleiri mörk.“ Víkingar sóttu lítið í síðari hálfleik og segir Logi að hans menn hafi komið nokkuð þreyttir inn í leikinn í kvöld, en liðið spilaði við Fylki fyrir fjórum dögum síðan. „Það er stutt síðan við vorum að spila erfiðan leik á gervigrasi. Þessi skipti á milli gervigrass og grass, það er tekur bara toll. Þá var mikilvægast að ljúka þessum leik með sigri.“ Með sigrinum fara Víkingar í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Þeir eru aðeins einu stigi frá Breiðablik sem situr í 3. sætinu, þó Kópavogsliðið eigi leik til góða. Logi segist ekki útiloka að Víkingur geti barist um Evrópusæti. „Víkingar vilja vera í þessum sætum sem við erum komnir í núna og viljum jafnvel gera atlögu að einhverju enn meira. Við viljum hafa áhrif á það sem er að gerast á toppi deildarinnar.“ „Evrópukeppni er góð hugmynd og væri ekki vitlaust. En við vitum að það er við ramman reip að draga og mörg lið. Við tökum einn leik fyrir í einu, reynum að vinna hann og það gerðum við í dag,“ sagði Logi að lokum. Eysteinn Húni: Ég hef trú á þessum strákumEysteinn Húni er hér lengst til vinstri.„Baráttan var til staðar. Skakkaföllin eru náttúrulega endalaus en menn gerðu allt sem ég bað þá um,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, sem er tímabundið aðalþjálfari Keflavíkur en hann hafði verið aðstoðarþjálfari Guðlaugs Baldurssonar sem hætti í vikunni sem þjálfari liðsins. „Ég geri meiri kröfur varðandi sóknarleikinn í seinni hálfleik. Við settum hátt tempó á þetta og fórum ofar með liðið en það eina sem ég set út á var alvöru hungur hjá sóknarmönnunum í seinni hálfleik.“ Gengi Keflavíkur hefur verið afleitt það sem af er tímabili, en Eysteinn hefur ekkert út á hugarfar sinna manna að setja. „Ég get ekkert kvartað. Þetta er náttúrulega erfitt. Að mörgu leiti má hrósa þessum drengjum fyrir að koma með kassann fram og hausinn uppi. Sama með áhorfendur. Að það sé að koma hingað slatti af áhorfendum eins og staðan er núna, það sýnir karakterinn í þessu.“ Þá segir Eysteinn að það búi meira í liði Keflavíkur. „Þeir geta meira þessir strákar. Þeir gerður fullt af góðum hlutum, en þetta sanna hungur þarf að vera til staðar ef við eigum að klára leiki á móti liðum sem eru sterkari en við á blaði.“ Keflavík er í leit að nýjum þjálfara og segist Eysteinn vel geta hugsað sér að taka við starfinu. „Ég væri alveg til í það og myndi ekkert hræðast það. Mér finnst þetta lið geta unnið leiki í þessari deild. Ég hef trú á þessum strákum,“ sagði Eysteinn að lokum. Arnþór Ingi: Víkingur er alltaf Víkingur í VíkinniArnþór Ingi Kristinsson.vísir/anton„Ég er mjög glaður með þetta. Það er búið að ganga vel upp á síðkastið og gott að fylgja því með góðum sigri,“ sagði markaskorari Víkings, Arnþór Ingi Kristinsson í leikslok. „Við vorum orðnir þreyttir í lokin en það var mjög gott að ná marki snemma. Við erum hérna á heimavelli og Víkingur er alltaf Víkingur í Víkinni, þannig að við vissum alveg að þeir voru ekkert að fara að skora.“ Víkingar sóttu lítið í síðari hálfleik og segir Arnþór að leikjaálag undanfarna daga hafi haft áhrif á hópinn. „Það dró svolítið af okkur í seinni hálfleik. Það er náttúrlega stutt síðan það var leikur, þannig séð. Það er búið að vera svolítið álag síðan að pásan var búinn og svolítil þreyta í mannskapnum. Við héldum bara í markið í staðin.“ Næsta verkefni Víkinga er gegn nöfnum þeirra í Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Það leggst mjög vel í mig. Við ætlum bara að halda áfram þessari velgengni og fara áfram,“ sagði Arnþór Ingi að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti