Suwannapura vann eftir bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:35 Suwannapura nældi í sinn fyrsta sigur í Ohio vísir/getty Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018 Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira