Árið 1918 Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. júlí 2018 07:00 Í skóla dóttur minnar áttu nemendurnir að gera verkefni fyrr á árinu um árið 1918. Við foreldrarnir fórum að sjálfsögðu á sýninguna, þar sem hettupeysuklæddir unglingarnir sýndu afrakstur vinnu sinnar. Það kom skemmtilega á óvart hve mikil natni einkenndi verkefnin. Einhvern veginn heldur maður sífellt að unglingar séu í ruglinu, sem þeir eru auðvitað ekki. Maður sjálfur er í ruglinu að halda að unglingar séu í ruglinu. Þetta var ferlega flott sýning. Þegar ég gekk á milli verkanna og las kennaratyggjófastar ritgerðir nemendanna á veggjunum og skoðaði það sem þeir höfðu búið til – líkan af Kötlu og hvaðeina – rann upp fyrir mér ljós. Ég varð fyrir töluverðum hughrifum og þau voru þessi: Hvílíkt rosalegt hörmungarár var þetta ár 1918. Það var ekki eitt, það var allt. Kötlugos, frostaveturinn mikli, spænska veikin. Verk dóttur minnar og hennar hóps var dúkka, sem þau föndruðu, sem lá í rúmi. Verkið fjallaði um einkenni spænsku veikinnar. Úr eyrum, nefi, augum og munni dúkkunnar lak blóð. Spænska veikin hafði þau áhrif á fórnarlömb sín að blóð rann úr öllum opum líkamans.Stemningin í landinu Mörg hundruð manns létu lífið í viðureigninni við spænsku veikina á haustmánuðum 1918, ekki síst ungt fólk. Í öðru verkefni í ár, á öðrum vettvangi, hefur einnig verið fjallað um árið 1918. Það var samstarfsverkefni Listahátíðar, Landsbókasafnsins og Ríkisútvarpsins og hét R1918. Þar lásu alls konar núlifandi Íslendingar stutt brott, eitt á dag, úr bréfum og öðrum rituðum heimildum frá þessu ári. Þetta var spilað í hádeginu núna fram í júní. Þeir lestrar gáfu frábært innlit í tíðarandann fyrir hundrað árum. Allnokkrum sinnum ber það á góma hvað kirkjuklukkurnar klingdu nánast stanslaust. Það var eiginlega alltaf verið að jarða í Dómkirkjunni. Aðrar heimildir lýsa því hvernig fólk á sveitabæjum víðs vegar um land reyndi að koma í veg fyrir heimsóknir. Óttinn við sýkingu gróf um sig. Fólk á ferðum milli landshluta var ekki velkomið á bæjum. Því var bægt frá. Þannig var árið 1918. Og í undanfara þessara hörmuna var semsagt frostaveturinn mikli, á fyrri hluta ársins, og svo gos í Kötlu, sem er ekkert smáræði. Já, og eitt stykki heimsstyrjöld hafði líka geisað í nokkur ár. Fullveldi í harðræði Í miðju harðræðinu hlaut Ísland fullveldi. Því fögnum við í ár. Núna á miðvikudaginn verður haldinn hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum af þessu tilefni. Ég get ekki að því gert, en mér finnst það á einhvern hátt svo ótrúlega viðeigandi að íslenska fullveldið skyldi vera gróðursett við svona svakalega erfiðar aðstæður. Er ekki allt gert hér við erfiðar aðstæður, í stöðugri viðureign við harðræðið? Maður sér fyrir sér 1. desember 1918. Eftir ræðu Sigurðar Eggertz er íslenski ríkisfáninn dreginn að hún yfir stjórnarráðsdyrunum. „Hátíðin var stutt en góð,“ segir í lýsingu sjónarvotts. Maður sér fyrir sér fölt fólk, bugað af ógn sóttarinnar og dauðsföllum nákominna, standa við stjórnarráðið á þessum merku tímamótum og fagna í þögn. „Þetta var þó betra en ekkert,“ segir heimildarmaður, „enda gaf guð svo fagurt veður að minnilegt mun verða“. Hann sér björtu hliðarnar. Aðrar heimildir segja að það hafi verið hrímkalt. Þrír lærdómar „Þetta er merkisdagur mikill í sögu landsins, ef hún fær að verða lengri,“ heldur sjónarvottur áfram. Þetta er athyglisvert orðalag. Eftir allar þessar hörmungar var þetta líklega nærtæk og áleitin spurning: Verður saga landsins lengri? Hún varð lengri. Hún verður vonandi miklu lengri. Hvers eigum við að minnast í ár? Um hvað ætti hátíðarfundur á Þingvöllum í tilefni fullveldisins að fjalla og öll önnur hátíðarhöld í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins? Ég legg til þetta: Minnumst þess hvað samfélagið hefur þróast og batnað rosalega síðan árið 1918, hvað framþróunin hefur þrátt fyrir allt verið mikil. Fögnum því. Minnumst þó líka hins, að þrátt fyrir að hörmungar ársins 1918 virðist á þessari stundu fjarlægar þá geta þær allar átt sér stað aftur með engum fyrirvara, jafnvel allar á sama árinu eins og þá: Eldgos, banvæn farsótt, frostavetur og heimsstyrjöld. Heimurinn er þannig samur við sig. Þriðji lærdómurinn er því líklega mikilvægastur. Sama hvernig allt fer, gleymum ekki að njóta lífsins og fagna hverjum nýjum degi, líkt og væri hann sá síðasti. Fallegasti vitnisburður heimildanna eru skrifin sem greina einmitt frá því hvernig Íslendingar gerðu sér samt glaðan dag undir stöðugum óm líkklukkunnar. Franz Håkansson leigði Iðnó undir dansleiki og veislur, kvöldin hjá séra Friðriki voru smekkfull og dansskemmtanir frú Stefaníu Guðmundsdóttur voru vel sóttar. Í erfiðleikunum dó ekki gleðin. Myrkrið sigraði ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í skóla dóttur minnar áttu nemendurnir að gera verkefni fyrr á árinu um árið 1918. Við foreldrarnir fórum að sjálfsögðu á sýninguna, þar sem hettupeysuklæddir unglingarnir sýndu afrakstur vinnu sinnar. Það kom skemmtilega á óvart hve mikil natni einkenndi verkefnin. Einhvern veginn heldur maður sífellt að unglingar séu í ruglinu, sem þeir eru auðvitað ekki. Maður sjálfur er í ruglinu að halda að unglingar séu í ruglinu. Þetta var ferlega flott sýning. Þegar ég gekk á milli verkanna og las kennaratyggjófastar ritgerðir nemendanna á veggjunum og skoðaði það sem þeir höfðu búið til – líkan af Kötlu og hvaðeina – rann upp fyrir mér ljós. Ég varð fyrir töluverðum hughrifum og þau voru þessi: Hvílíkt rosalegt hörmungarár var þetta ár 1918. Það var ekki eitt, það var allt. Kötlugos, frostaveturinn mikli, spænska veikin. Verk dóttur minnar og hennar hóps var dúkka, sem þau föndruðu, sem lá í rúmi. Verkið fjallaði um einkenni spænsku veikinnar. Úr eyrum, nefi, augum og munni dúkkunnar lak blóð. Spænska veikin hafði þau áhrif á fórnarlömb sín að blóð rann úr öllum opum líkamans.Stemningin í landinu Mörg hundruð manns létu lífið í viðureigninni við spænsku veikina á haustmánuðum 1918, ekki síst ungt fólk. Í öðru verkefni í ár, á öðrum vettvangi, hefur einnig verið fjallað um árið 1918. Það var samstarfsverkefni Listahátíðar, Landsbókasafnsins og Ríkisútvarpsins og hét R1918. Þar lásu alls konar núlifandi Íslendingar stutt brott, eitt á dag, úr bréfum og öðrum rituðum heimildum frá þessu ári. Þetta var spilað í hádeginu núna fram í júní. Þeir lestrar gáfu frábært innlit í tíðarandann fyrir hundrað árum. Allnokkrum sinnum ber það á góma hvað kirkjuklukkurnar klingdu nánast stanslaust. Það var eiginlega alltaf verið að jarða í Dómkirkjunni. Aðrar heimildir lýsa því hvernig fólk á sveitabæjum víðs vegar um land reyndi að koma í veg fyrir heimsóknir. Óttinn við sýkingu gróf um sig. Fólk á ferðum milli landshluta var ekki velkomið á bæjum. Því var bægt frá. Þannig var árið 1918. Og í undanfara þessara hörmuna var semsagt frostaveturinn mikli, á fyrri hluta ársins, og svo gos í Kötlu, sem er ekkert smáræði. Já, og eitt stykki heimsstyrjöld hafði líka geisað í nokkur ár. Fullveldi í harðræði Í miðju harðræðinu hlaut Ísland fullveldi. Því fögnum við í ár. Núna á miðvikudaginn verður haldinn hátíðarþingfundur Alþingis á Þingvöllum af þessu tilefni. Ég get ekki að því gert, en mér finnst það á einhvern hátt svo ótrúlega viðeigandi að íslenska fullveldið skyldi vera gróðursett við svona svakalega erfiðar aðstæður. Er ekki allt gert hér við erfiðar aðstæður, í stöðugri viðureign við harðræðið? Maður sér fyrir sér 1. desember 1918. Eftir ræðu Sigurðar Eggertz er íslenski ríkisfáninn dreginn að hún yfir stjórnarráðsdyrunum. „Hátíðin var stutt en góð,“ segir í lýsingu sjónarvotts. Maður sér fyrir sér fölt fólk, bugað af ógn sóttarinnar og dauðsföllum nákominna, standa við stjórnarráðið á þessum merku tímamótum og fagna í þögn. „Þetta var þó betra en ekkert,“ segir heimildarmaður, „enda gaf guð svo fagurt veður að minnilegt mun verða“. Hann sér björtu hliðarnar. Aðrar heimildir segja að það hafi verið hrímkalt. Þrír lærdómar „Þetta er merkisdagur mikill í sögu landsins, ef hún fær að verða lengri,“ heldur sjónarvottur áfram. Þetta er athyglisvert orðalag. Eftir allar þessar hörmungar var þetta líklega nærtæk og áleitin spurning: Verður saga landsins lengri? Hún varð lengri. Hún verður vonandi miklu lengri. Hvers eigum við að minnast í ár? Um hvað ætti hátíðarfundur á Þingvöllum í tilefni fullveldisins að fjalla og öll önnur hátíðarhöld í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldisins? Ég legg til þetta: Minnumst þess hvað samfélagið hefur þróast og batnað rosalega síðan árið 1918, hvað framþróunin hefur þrátt fyrir allt verið mikil. Fögnum því. Minnumst þó líka hins, að þrátt fyrir að hörmungar ársins 1918 virðist á þessari stundu fjarlægar þá geta þær allar átt sér stað aftur með engum fyrirvara, jafnvel allar á sama árinu eins og þá: Eldgos, banvæn farsótt, frostavetur og heimsstyrjöld. Heimurinn er þannig samur við sig. Þriðji lærdómurinn er því líklega mikilvægastur. Sama hvernig allt fer, gleymum ekki að njóta lífsins og fagna hverjum nýjum degi, líkt og væri hann sá síðasti. Fallegasti vitnisburður heimildanna eru skrifin sem greina einmitt frá því hvernig Íslendingar gerðu sér samt glaðan dag undir stöðugum óm líkklukkunnar. Franz Håkansson leigði Iðnó undir dansleiki og veislur, kvöldin hjá séra Friðriki voru smekkfull og dansskemmtanir frú Stefaníu Guðmundsdóttur voru vel sóttar. Í erfiðleikunum dó ekki gleðin. Myrkrið sigraði ekki.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun