Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Magnús Ellert Bjarnason á Kópavogsvelli skrifar 16. júlí 2018 22:15 Blikarnir fagna sigurmarki Olivers. vísir/bára Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttu Pepsi-deildar karla, en fyrr í kvöld unnu þeir dramatískan 2-1 sigur á Fjölni á Kópavogsvelli. Gestirnir gulklæddu úr Grafarvogi fengu fyrsta færi leiksins á 6. mínútu. Góð hornspyrna Birnir Snæs rataði beint á kollinn á Bergsveini Ólafssyni sem reis manna hæst, en Arnþór Ari, miðjumaður Breiðabliks, gerði vel í koma boltanum í burtu á línunni áður en hann fór í netið. Þar við sat hjá daufum Fjölnismönnum í fyrri hálfleik og komust þeir vart yfir miðju eftir þessa tilraun Bergveins. Breiðablik stjórnaði leiknum og komst verðskuldað yfir á 13. mínútu. Daninn Thomas Mikkelsen var þar að verki í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik. Lagði hann boltann laglega í fjærhornið eftir að boltinn hafði borist til hans eftir frábæran sprett Andra Rafn Yeoman. Frábær byrjun hjá dananum, sem Blikar gera miklar væntingar til. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir fyrsta mark Mikkelsen í Pepsi-deildinni og leiddu heimamenn því 1-0 þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Í síðari hálfleik leit allt út fyrir að Blikar myndu sigla tiltölulega þægilegum 1-0 sigri í höfn. Birnir Snær Ingason var þó á öðru máli en hann jafnaði metin á 82. mínútu með laglegu skoti úr teignum, óverjandi fyrir aldursforseta deildarinnar, Gunnleif Gunnleifsson, sem skrifaði nýverið undir nýjan samning á 43 ára afmælisdegi sínum. Markið kom eftir góðan kafla Fjölnis sem höfðu sótt í sig veðrið eftir dapran fyrri hálfleik, en að sama skapi voru Blikar sofandi á verðinum og full værukærir. Oliver Sigurjónsson, sem var frábær á miðju Breiðabliks í kvöld, var þó ekki á því máli að yfirgefa völlinn með einungis eitt stig. Steig hann upp og skoraði glæsilegt aukaspyrnumark í uppbótartíma og tryggði sínu liði dýrmæt þrjú stig. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals, en einungis þrjú stig skilja liðin að. Erfið fallbarátta Fjölnis heldur hins vegar áfram.vísir/báraAf hverju vann Breiðablik? Líkt og staðan í deildinni segir til um, er Breiðablik einfaldlega með töluvert betra lið en Fjölnir, og sýndu þeir af hverju svo er í kvöld. Þeir sváfu þó all hressilega á verðinum í síðari hálfleik og má segja að jöfnunarmark Fjölnis, sem kom eftir góðan kafla hjá þeim, hafi verið verðskuldað. Frábær aukaspyrna Olivers tryggði þó að Blikar hirtu stigin þrjú. Ekki amalegt að hafa leikmann á borð við Oliver í sínum röðum. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að tiltaka einhvern einn leikmann úr liði Breiðabliks í kvöld en flestir leikmenn þeirra áttu góðan leik. Andri Rafn Yeoman, Oliver Sigurjónsson og Gísli Eyjólfsson léku allir á alls oddi á miðjunni og átti miðja Fjölnis ekki roð í þá lengstum. Í liði Fjölnis má helst nefna markaskorarann Birni Snæ. Þrátt fyrir að hann hafi ekkert getað í fyrri hálfleik líkt og flestir aðrir leikmenn Fjölnis steig hann upp í þeim síðari, skapaði nokkur ágætis færi, og skoraði laglegt jöfnunarmark áður en hann fór meiddur útaf velli. Hvað gekk illa? Fjölni gekk illa að spila góðan fótbolta í kvöld fyrstu 60-70 mínútur leiksins, svo einfalt er það. Spil þeirra var hægt og fyrirsjáanlegt og því auðvelt fyrir öfluga vörn Breiðabliks að verjast. Gestirnir sköpuðu sér vissulega nokkur allt í lagi færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, allt þar til þeir lifnuðu við undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Blikar taka á móti FH næstkomandi sunnudag í sannkölluðum stórslag og gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttunni. Sama dag tekur Fjölnir á móti ÍBV í ekki síður mikilvægum leik. Hvert stig telur í fallbaráttunni.vísir/báraOliver: Flottasta markið „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.vísir/báraÓlafur Páll: Nóg eftir af mótinu „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum búnir að vinna fyrir því að fara með eitt stig úr Kópavoginum og þetta gerir okkar stöðu ennþá óþægilegri en hún var fyrir leikinn. En við þurfum bara að byggja okkur upp og horfa fram á veginn,” voru fyrstu viðbrögð Ólafs Páls Snorrasonar, þjálfara Fjölnis í leikslok. Hvað fannst Ólafi helst vanta uppá í leik sinna manna í kvöld? „Það er náttúrulega nr. 1, 2 og 3 að halda markinu hreinu. Það hefur vantað í sumar. Meðan við fáum á okkur tvö mörk á erfiðum útivelli eins og þessum er mjög erfitt að vinna leiki. En eins og seinni hálfleikurinn þróast hefði ég verið svekktur með eitt stig. Við vorum með yfirhöndina og hefðum átt að uppskera eitthvað úr leiknum, “ sagði Ólafur. Fjölnir hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og hafa sogast niður í fallbaráttu. Þrátt fyrir það er Ólafur Páll bjartsýnn á að Fjölnir haldi sér uppi í deild þeirra bestu og sagði hann það ótímabært að hugsa svo langt fram í tímann. „Ég er ekki farinn að pæla svo svakalega langt fram í tímann. Það eru nokkur lið með svipaðan fjölda stiga og það er nóg eftir af mótinu, þannig að auðvitað er ég bjartsýnn á það að við höldum okkur uppi, “ sagði Ólafur að lokum.vísir/báraÁgúst: FH með frábært lið Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok og feginn því að hafa fengið stigin þrjú eftir að Fjölnir hafði jafnað metin þegar stutt var eftir. Með sigrinum sýndi lið hans að það mun ekki láta sitt eftir liggja í toppbaráttunni. „Það var mjög gott að fá þetta mark í lokin. Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en svo kemur seinni hálfleikurinn og við hálfpartinn svæfðum sjálfa okkur. Menn spiluðu boltanum ágætlega sín á milli en við ógnuðum nánast aldrei. Við hleyptum Fjölnismönnum svo inn í leikinn og þeir skora þetta jöfnunarmark. Þá fór um okkur, ég viðurkenni það og mómentið var þá þeirra. En það var frábært að fá þetta mark frá Óliver í blálokin,” sagði Ágúst. Ágúst var ánægður með frumraun Thomas Mikkelsen í Pepsi-deildinni og telur að hann eigi einungis eftir að bæta sinn leik. „Það er kraftur í honum. Hann setur fyrsta markið og ég var gríðarlega ánægður með hans framlag í kvöld. Hann á líka bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.” Með sigrinum eru einungis þrjú stig í toppinn. Ágústi líst vel á toppbaráttuna sem framundan er. „Við erum að blanda okkur í toppbaráttuna og það er það sem við vildum. Þá er erum við komnir í undanúrslit í bikarnum, þannig að þetta lítur vel út eins og er. En við þurfum að bæta í og spila betur en við gerðum í kvöld.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem er sannkallaður “6 stiga leikur”, ef manni leyfist að nota þá klisju, gegn FH í toppbaráttunni. „Það verður gaman að fá FH í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og það verður góð prófraun fyrir okkur að spila við þá. Við unnum þá í Kaplakrika fyrr í sumar og við tökum vel á móti þeim á sunnudaginn,” sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttu Pepsi-deildar karla, en fyrr í kvöld unnu þeir dramatískan 2-1 sigur á Fjölni á Kópavogsvelli. Gestirnir gulklæddu úr Grafarvogi fengu fyrsta færi leiksins á 6. mínútu. Góð hornspyrna Birnir Snæs rataði beint á kollinn á Bergsveini Ólafssyni sem reis manna hæst, en Arnþór Ari, miðjumaður Breiðabliks, gerði vel í koma boltanum í burtu á línunni áður en hann fór í netið. Þar við sat hjá daufum Fjölnismönnum í fyrri hálfleik og komust þeir vart yfir miðju eftir þessa tilraun Bergveins. Breiðablik stjórnaði leiknum og komst verðskuldað yfir á 13. mínútu. Daninn Thomas Mikkelsen var þar að verki í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik. Lagði hann boltann laglega í fjærhornið eftir að boltinn hafði borist til hans eftir frábæran sprett Andra Rafn Yeoman. Frábær byrjun hjá dananum, sem Blikar gera miklar væntingar til. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik eftir fyrsta mark Mikkelsen í Pepsi-deildinni og leiddu heimamenn því 1-0 þegar að liðin gengju til búningsherbergjanna. Í síðari hálfleik leit allt út fyrir að Blikar myndu sigla tiltölulega þægilegum 1-0 sigri í höfn. Birnir Snær Ingason var þó á öðru máli en hann jafnaði metin á 82. mínútu með laglegu skoti úr teignum, óverjandi fyrir aldursforseta deildarinnar, Gunnleif Gunnleifsson, sem skrifaði nýverið undir nýjan samning á 43 ára afmælisdegi sínum. Markið kom eftir góðan kafla Fjölnis sem höfðu sótt í sig veðrið eftir dapran fyrri hálfleik, en að sama skapi voru Blikar sofandi á verðinum og full værukærir. Oliver Sigurjónsson, sem var frábær á miðju Breiðabliks í kvöld, var þó ekki á því máli að yfirgefa völlinn með einungis eitt stig. Steig hann upp og skoraði glæsilegt aukaspyrnumark í uppbótartíma og tryggði sínu liði dýrmæt þrjú stig. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals, en einungis þrjú stig skilja liðin að. Erfið fallbarátta Fjölnis heldur hins vegar áfram.vísir/báraAf hverju vann Breiðablik? Líkt og staðan í deildinni segir til um, er Breiðablik einfaldlega með töluvert betra lið en Fjölnir, og sýndu þeir af hverju svo er í kvöld. Þeir sváfu þó all hressilega á verðinum í síðari hálfleik og má segja að jöfnunarmark Fjölnis, sem kom eftir góðan kafla hjá þeim, hafi verið verðskuldað. Frábær aukaspyrna Olivers tryggði þó að Blikar hirtu stigin þrjú. Ekki amalegt að hafa leikmann á borð við Oliver í sínum röðum. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að tiltaka einhvern einn leikmann úr liði Breiðabliks í kvöld en flestir leikmenn þeirra áttu góðan leik. Andri Rafn Yeoman, Oliver Sigurjónsson og Gísli Eyjólfsson léku allir á alls oddi á miðjunni og átti miðja Fjölnis ekki roð í þá lengstum. Í liði Fjölnis má helst nefna markaskorarann Birni Snæ. Þrátt fyrir að hann hafi ekkert getað í fyrri hálfleik líkt og flestir aðrir leikmenn Fjölnis steig hann upp í þeim síðari, skapaði nokkur ágætis færi, og skoraði laglegt jöfnunarmark áður en hann fór meiddur útaf velli. Hvað gekk illa? Fjölni gekk illa að spila góðan fótbolta í kvöld fyrstu 60-70 mínútur leiksins, svo einfalt er það. Spil þeirra var hægt og fyrirsjáanlegt og því auðvelt fyrir öfluga vörn Breiðabliks að verjast. Gestirnir sköpuðu sér vissulega nokkur allt í lagi færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, allt þar til þeir lifnuðu við undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Blikar taka á móti FH næstkomandi sunnudag í sannkölluðum stórslag og gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttunni. Sama dag tekur Fjölnir á móti ÍBV í ekki síður mikilvægum leik. Hvert stig telur í fallbaráttunni.vísir/báraOliver: Flottasta markið „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.vísir/báraÓlafur Páll: Nóg eftir af mótinu „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum búnir að vinna fyrir því að fara með eitt stig úr Kópavoginum og þetta gerir okkar stöðu ennþá óþægilegri en hún var fyrir leikinn. En við þurfum bara að byggja okkur upp og horfa fram á veginn,” voru fyrstu viðbrögð Ólafs Páls Snorrasonar, þjálfara Fjölnis í leikslok. Hvað fannst Ólafi helst vanta uppá í leik sinna manna í kvöld? „Það er náttúrulega nr. 1, 2 og 3 að halda markinu hreinu. Það hefur vantað í sumar. Meðan við fáum á okkur tvö mörk á erfiðum útivelli eins og þessum er mjög erfitt að vinna leiki. En eins og seinni hálfleikurinn þróast hefði ég verið svekktur með eitt stig. Við vorum með yfirhöndina og hefðum átt að uppskera eitthvað úr leiknum, “ sagði Ólafur. Fjölnir hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og hafa sogast niður í fallbaráttu. Þrátt fyrir það er Ólafur Páll bjartsýnn á að Fjölnir haldi sér uppi í deild þeirra bestu og sagði hann það ótímabært að hugsa svo langt fram í tímann. „Ég er ekki farinn að pæla svo svakalega langt fram í tímann. Það eru nokkur lið með svipaðan fjölda stiga og það er nóg eftir af mótinu, þannig að auðvitað er ég bjartsýnn á það að við höldum okkur uppi, “ sagði Ólafur að lokum.vísir/báraÁgúst: FH með frábært lið Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok og feginn því að hafa fengið stigin þrjú eftir að Fjölnir hafði jafnað metin þegar stutt var eftir. Með sigrinum sýndi lið hans að það mun ekki láta sitt eftir liggja í toppbaráttunni. „Það var mjög gott að fá þetta mark í lokin. Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en svo kemur seinni hálfleikurinn og við hálfpartinn svæfðum sjálfa okkur. Menn spiluðu boltanum ágætlega sín á milli en við ógnuðum nánast aldrei. Við hleyptum Fjölnismönnum svo inn í leikinn og þeir skora þetta jöfnunarmark. Þá fór um okkur, ég viðurkenni það og mómentið var þá þeirra. En það var frábært að fá þetta mark frá Óliver í blálokin,” sagði Ágúst. Ágúst var ánægður með frumraun Thomas Mikkelsen í Pepsi-deildinni og telur að hann eigi einungis eftir að bæta sinn leik. „Það er kraftur í honum. Hann setur fyrsta markið og ég var gríðarlega ánægður með hans framlag í kvöld. Hann á líka bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.” Með sigrinum eru einungis þrjú stig í toppinn. Ágústi líst vel á toppbaráttuna sem framundan er. „Við erum að blanda okkur í toppbaráttuna og það er það sem við vildum. Þá er erum við komnir í undanúrslit í bikarnum, þannig að þetta lítur vel út eins og er. En við þurfum að bæta í og spila betur en við gerðum í kvöld.” Ágústi líst vel á næsta leik liðsins, sem er sannkallaður “6 stiga leikur”, ef manni leyfist að nota þá klisju, gegn FH í toppbaráttunni. „Það verður gaman að fá FH í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og það verður góð prófraun fyrir okkur að spila við þá. Við unnum þá í Kaplakrika fyrr í sumar og við tökum vel á móti þeim á sunnudaginn,” sagði Ágúst að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti