Innlent

Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir fóru á tveimur jeppum utanvegar austan við Kerlingarfjöll, skammt frá fjallinu Loðmundi.
Mennirnir fóru á tveimur jeppum utanvegar austan við Kerlingarfjöll, skammt frá fjallinu Loðmundi. páll gíslason
Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun.

 

Í framhaldi af því gengust ökumennirnir undir sektargerð að upphæð 200 þúsund rkónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

 

Fjallað var um málið á vef Morgunblaðsins í gær en Páll Gíslason, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi ekið utanvegar nálægt fjalli sem heitir Loðmundur. Voru þeir á bílum frá frönsku ferðaþjónustufyrirtæki.

Þeir hafi verið á ferð um hádegisbil og farið framhjá lokunarskiltum. Þegar þeir komu að skafli uppi á svæðinu lögðu þeir ekki í að keyra áfram og fóru þá framhjá skaflinum en lentu þar í drullusvaði og festu sig.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að mennirnir hafi borið sig aumlega þegar þeir komu á lögreglustöðina í morgun. Sögðust þeir ekki hafa áttað sig á því að svo blautt væri á svæðinu þar sem þeir voru að keyra.

 



Mennirnir báru sig aumlega við komu á lögreglustöð í morgun og kváðust ekki hafa áttað sig á að svæðið þar sem þeir óku um væri svona blautt.páll gíslason

Tengdar fréttir

Dýr utanvegaakstur á Dyrhólaey

Erlendir ökumenn tveggja bifreiða greiddu samtals á þriðja hundrað þúsund í sekt eftir að þeir voru gripnir við utanvegaakstur á Dyrhólaey í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×