Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Barack Obama í pontu í Jóhannesarborg í gær. Vísir/Getty Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. Fimmtán þúsund mættu til að hlýða á ræðuna og fór forsetinn fyrrverandi fögrum orðum um Mandela, en báðir voru þeir fyrstu svörtu forsetar ríkja sinna. Hins vegar fór Obama ekki jafnfögrum orðum um eftirmann sinn, Donald Trump. Obama sagði baráttu Mandela í upphafi hafa snúist um ættjörðina, um Suður-Afríku. „En fórnfýsi hans og leiðsögn, og helst af öllu það siðferðislega fordæmi sem hann setti, gerðu það að verkum að hreyfingin varð stærri og þýðingarmeiri. Ljós Mandela skein svo skært úr þessum litla klefa á Robbeneyju að jafnvel á áttræðisaldri gat hann veitt ungum háskólanema hinum megin á hnettinum innblástur.“ Þótt Obama hafi ekki nefnt Trump á nafn í ræðunni fór ekki á milli mála um hvern var að ræða þegar forsetinn fyrrverandi sagði: „Þróunin getur snúist í öfuga átt um stund, en á endanum munu hin réttlátu komast til valda.“ Obama sagði að nauðsynlegt væri að trúa staðreyndum. Án þeirra væri enginn grundvöllur fyrir samvinnu. Hann gæti til að mynda starfað með einhverjum sem gerði efnislegar aðfinnslur við Parísarsamkomulagið svo lengi sem málstaður viðkomandi byggðist á staðreyndum. „En ég get ekki samsamað mig einhverjum sem segir loftslagsbreytingar þvætting, þvert á ályktanir næstum allra vísindamanna heimsins,“ sagði Obama. Trump hefur undanfarin misseri sagst óviss um áhrif mannsins á loftslagsbreytingar en árið 2015 sagði hann að um kínverskt samsæri væri að ræða. Þá er vert að taka fram að Trump dró ríki sitt út úr umræddu samkomulagi á síðasta ári. Trump stóð sjálfur í ströngu í gær við að svara ásökunum Demókrata og fjölmargra annarra um að hann hefði sýnt forseta Rússlands linkind á blaðamannafundi þeirra á þriðjudag. „Þótt ég hafi átt frábæran fund með NATO átti ég enn betri fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Því miður greina fjölmiðlar ekki frá málinu á þann hátt. Falsfréttamenn eru að ganga af göflunum,“ tísti Trump.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00