Innlent

Hundsbitin hátt í 700 talsins

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tveir hvuttar að leik.
Tveir hvuttar að leik. Vísir/Getty
Á árunum 2013-2017 leituðu einstaklingar í 640 skipti aðstoðar á sjúkrahúsi eða heilsugæslu eftir að hafa verið bitnir af hundi. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Píratans Björns Levís Gunnarssonar.

Í svarinu kemur fram að í langflestum tilfellum hafi áverkarnir verið flokkaðir sem engir eða litlir. Í fimm tilfellum hafi þeir verið „meðal­alvarlegir“ en dæmi um áverka sem falla í þann flokk eru tognun, ristarbrot og handleggsbrot.

Möguleiki er á að tilfellin séu fleiri en 640. Ekki bárust upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Í tölum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands voru tilgreindir 98 áverkar eftir dýrbit en ekki var hægt að greina út frá skráningu um hvaða dýr var að ræða í hverju tilfelli fyrir sig.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×