Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Sighvatur Arnmundsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær til stuðnings ljósmæðrum. Þeir hvöttu ríkisstjórnina til að vakna í málinu og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32