Innlent

Eigendur hundsáttir með dag íslenska fjárhundsins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Galvaskir hundaeigendur hópuðust saman í dag til að fagna degi íslenska fjárhundsins. Eigendur segja hundana sína bestu vini og þakka þeim heilsu sína.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. En þann 18. júlí fæddist maðurinn sem bjargaði tegundinni frá aldauða. Eins og sjá má voru hundarnir virkilega sáttir með þennan hátíðardag.

„Við erum búin að ganga hér um allt svæðið. Gestir safnsins hafa notið þess að hitta Spóa og klappa honum,“ segir Jórunn Sörensen

íslenskur fjárhundur
Fjölmargir fögnuðu deginum með ferfætlingunum, enda um besta vin mannsins að ræða.

Er Spói þinn besti vinur?

„Sannarlega, þú sérð að ég er mjög gömul kona. Ef ég gengi ekki með þennan hund á hverjum degi, hvernig heldur þú að ég væri?“ segir Jórunn.

Hundurinn Þór var einnig mjög sáttur með daginn. En um kraftmikinn hund er að ræða. „Hann er mikil félagsvera. Alltaf brosandi og góður,“ segir Þórhildur Bjartmarz, eigandi hundsins Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×