Umfjöllun og viðtöl: FH - Lahti 0-0 | FH kláraði sitt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 19. júlí 2018 21:45 vísir/bára FH er komið áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir jafntefli gegn finnska liðinu Lahti á heimavelli í kvöld. FH vann fyrri leikinn 3-0 í Finnlandi og var það lokastaðan í einvíginu þar sem engin mörk voru skoruð í Kaplakrika. Leikurinn byrjaði ágætlega og fengu bæði lið þokkaleg færi á upphafsmínútunum. Svo dalaði sóknarleikur beggja liða og vart skot á markið í seinni hluta fyrri hálfleiksins. Skemmtanagildið í leiknum hefði líklega hækkað til muna hefði komið finnskt mark í hann snemma í seinni hálfleik en Finnarnir voru mjög bitlausir í sóknarleiknum og fer seinni hálfleikur ekki í sögubækurnar. Atvinnumannsleg frammistaða hjá FH, engin flugeldasýning en þeir vörðust vel og kláruðu einvígið örugglega.Af hverju varð jafntefli? FH þurfti ekki að vinna þennan leik, þeir máttu tapa með tveimur mörkum eftir sterkan sigur á útivelli. Það hafði mikil áhrif á leikinn því FH-ingar voru mjög sáttir við að spila sinn varnarleik og sækja hratt í skyndisóknum. Leikplan FH gekk fullkomlega upp. Finnarnir náðu lítið að opna vörn þeirra og FH-liðið var hættulegt í skyndisóknum. Hefðu getað útfært lítil smáatriði betur en frammistaðan í heildina þokkaleg miðað við stöðuna.Hverjir stóðu upp úr? Það voru fáir sem stóðu sérstaklega upp úr. Engin stjörnusýning en margir duglegir og skiluðu sinni vinnu. Varnarlína FH var mjög þétt sem og miðjan. Sóknarmennirnir hafa átt betri leiki en sinntu sinni vinnu þó nokkuð vel.Hvað gekk illa? Flest allt í leik FH gekk vel í dag. Sóknarlega séð þá hefðu þeir getað gert betur í nokkrum færum en þar sem leikskipulag þeirra gekk út á að verjast og nýta skyndisóknir þá fengu sóknarmennirnir ekki oft að láta til sín taka.Hvað gerist næst? FH á stórleik í deildinni gegn Breiðabliki á sunnudag. Þeir fara svo til Ísrael í næstu viku og mæta Hapoel Haifa í næstu umferð.Ólafur er þjálfari FH.vísir/báraÓli Kristjáns: Sterkt að fara áfram og fá ekki á sig mark „Tveir leikir, Evrópukeppni, 3-0, ég er sáttur við það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Mér fannst Finnarnir vera sprækir og reyna, fínir að spila boltanum úti á vellinum. Það sem var vesenið hjá þeim var að skapa færi. Við fengum í fyrri hálfleik möguleika bæði úr skyndisóknum og klafs sem við setjum ekki á markið. Í seinni hálfleik þá voru stöður til þess að gera betur.“ „Fyrir þetta einvígi vissi ég að þetta var prýðisgott fótboltalið og það er sterkt að fara áfram og fá ekki á sig mörk. Það sýnir kannski hversu mikilvægur þessi útivallasigur var fyrir viku síðan. Nú eigum við leik í deildinni á sunnudaginn og gátum aðeins leyft mönnum að fá smá andrými.“ FH á fyrir höndum langt ferðalag til Ísrael og var Ólafur nokkuð spenntur fyrir því. „Haifa er hafnarborg falleg, nálægt Nasaret og það verður bæði hægt að spila fótbolta og skoða sögulegar slóðir þannig að þetta getur orðið upplífgandi á margan hátt,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Davíð Þór spilaði mjög vel á miðjunni í dagvísir/stefánDavíð Þór: Þeir létu okkur hlaupa aðeins „Við náðum kannski ekki jafn góðu spili og hraða eins og við ætluðum okkur. Að sama skapi þá sköpuðu þeir sér kannski bara eitt, tvö hálffæri í leiknum þannig að þetta var ágætlega vel spilað hjá okkur varnarlega þó svo að við hefðum kannski viljað halda boltanum betur því það voru svo sannarlega tækifæri til þess,“ sagði fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson eftir leikinn. Leikurinn virtist fyrir áhorfandann nokkuð þægilegur fyrir FH en Davíð vildi ekki meina að það hafi verið lítið mál að spila hann. „Nei, það var það nú ekki, ég er allavega frekar þreyttur akkúrat núna. Við þurftum alveg að hafa fyrir þessu og þeir sýndu að þeir eru ágætir í fótbolta. Geta alveg látið boltann ganga og létu okkur hlaupa aðeins.“ „Við færðum okkur aðeins aftar í seinni hálfleik bara til þess að þétta línurnar og þétta liðið og það gekk ágætlega, en þetta tók alveg á,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA
FH er komið áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir jafntefli gegn finnska liðinu Lahti á heimavelli í kvöld. FH vann fyrri leikinn 3-0 í Finnlandi og var það lokastaðan í einvíginu þar sem engin mörk voru skoruð í Kaplakrika. Leikurinn byrjaði ágætlega og fengu bæði lið þokkaleg færi á upphafsmínútunum. Svo dalaði sóknarleikur beggja liða og vart skot á markið í seinni hluta fyrri hálfleiksins. Skemmtanagildið í leiknum hefði líklega hækkað til muna hefði komið finnskt mark í hann snemma í seinni hálfleik en Finnarnir voru mjög bitlausir í sóknarleiknum og fer seinni hálfleikur ekki í sögubækurnar. Atvinnumannsleg frammistaða hjá FH, engin flugeldasýning en þeir vörðust vel og kláruðu einvígið örugglega.Af hverju varð jafntefli? FH þurfti ekki að vinna þennan leik, þeir máttu tapa með tveimur mörkum eftir sterkan sigur á útivelli. Það hafði mikil áhrif á leikinn því FH-ingar voru mjög sáttir við að spila sinn varnarleik og sækja hratt í skyndisóknum. Leikplan FH gekk fullkomlega upp. Finnarnir náðu lítið að opna vörn þeirra og FH-liðið var hættulegt í skyndisóknum. Hefðu getað útfært lítil smáatriði betur en frammistaðan í heildina þokkaleg miðað við stöðuna.Hverjir stóðu upp úr? Það voru fáir sem stóðu sérstaklega upp úr. Engin stjörnusýning en margir duglegir og skiluðu sinni vinnu. Varnarlína FH var mjög þétt sem og miðjan. Sóknarmennirnir hafa átt betri leiki en sinntu sinni vinnu þó nokkuð vel.Hvað gekk illa? Flest allt í leik FH gekk vel í dag. Sóknarlega séð þá hefðu þeir getað gert betur í nokkrum færum en þar sem leikskipulag þeirra gekk út á að verjast og nýta skyndisóknir þá fengu sóknarmennirnir ekki oft að láta til sín taka.Hvað gerist næst? FH á stórleik í deildinni gegn Breiðabliki á sunnudag. Þeir fara svo til Ísrael í næstu viku og mæta Hapoel Haifa í næstu umferð.Ólafur er þjálfari FH.vísir/báraÓli Kristjáns: Sterkt að fara áfram og fá ekki á sig mark „Tveir leikir, Evrópukeppni, 3-0, ég er sáttur við það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Mér fannst Finnarnir vera sprækir og reyna, fínir að spila boltanum úti á vellinum. Það sem var vesenið hjá þeim var að skapa færi. Við fengum í fyrri hálfleik möguleika bæði úr skyndisóknum og klafs sem við setjum ekki á markið. Í seinni hálfleik þá voru stöður til þess að gera betur.“ „Fyrir þetta einvígi vissi ég að þetta var prýðisgott fótboltalið og það er sterkt að fara áfram og fá ekki á sig mörk. Það sýnir kannski hversu mikilvægur þessi útivallasigur var fyrir viku síðan. Nú eigum við leik í deildinni á sunnudaginn og gátum aðeins leyft mönnum að fá smá andrými.“ FH á fyrir höndum langt ferðalag til Ísrael og var Ólafur nokkuð spenntur fyrir því. „Haifa er hafnarborg falleg, nálægt Nasaret og það verður bæði hægt að spila fótbolta og skoða sögulegar slóðir þannig að þetta getur orðið upplífgandi á margan hátt,“ sagði Ólafur Kristjánsson.Davíð Þór spilaði mjög vel á miðjunni í dagvísir/stefánDavíð Þór: Þeir létu okkur hlaupa aðeins „Við náðum kannski ekki jafn góðu spili og hraða eins og við ætluðum okkur. Að sama skapi þá sköpuðu þeir sér kannski bara eitt, tvö hálffæri í leiknum þannig að þetta var ágætlega vel spilað hjá okkur varnarlega þó svo að við hefðum kannski viljað halda boltanum betur því það voru svo sannarlega tækifæri til þess,“ sagði fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson eftir leikinn. Leikurinn virtist fyrir áhorfandann nokkuð þægilegur fyrir FH en Davíð vildi ekki meina að það hafi verið lítið mál að spila hann. „Nei, það var það nú ekki, ég er allavega frekar þreyttur akkúrat núna. Við þurftum alveg að hafa fyrir þessu og þeir sýndu að þeir eru ágætir í fótbolta. Geta alveg látið boltann ganga og létu okkur hlaupa aðeins.“ „Við færðum okkur aðeins aftar í seinni hálfleik bara til þess að þétta línurnar og þétta liðið og það gekk ágætlega, en þetta tók alveg á,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti