Innlent

Lítilla breytinga að vænta í veðrinu á næstunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Júnímánuður var frekar daufur að mati veðurfræðinga.
Júnímánuður var frekar daufur að mati veðurfræðinga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Lítilla breytinga er að vænta á næstunni í veðrinu en hlýnar aftur norðaustantil á morgun eftir skammvinna kólnun og vætu, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hins vegar eru spár með óstöðugasta lagi og miklar breytingar á milli keyrslna fyrir daga fjögur til sjö, eitthvað sem er fremur óvenjulegt á þessum árstíma. Við þess háttar aðstæður breytist því spáin mikið og ætti fólk sem er að skoða spár fyrir seinni hluta vikunar að taka þeim með fyrirvara um breytingar.

Veðurhorfur á landinu í dag

Breytileg átt, 3-8. Þurrt að kalla en dálítil rigning eða súld N- og A-lands í fyrstu, en rofar til þar seinnipartinn. Gengur í SA 5-13 S- og V-lands og fer að rigna í kvöld, en heldur hvassara á Snæfellsnesi. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum og við A-ströndina. Suðvestan 5-13 á morgun. Rigning með köflum um landið V-vert en þurrt austantil. Hiti 8 til 13 stig, en 12 til 20 um landið NA-vert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og dálítil væta, einkum norðanlands en léttir til vestanlands og úrkomulítið þar. Kólnar í veðri og hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan- og suðaustantil.

Á miðvikudag:

Austan og síðar norðaustan 5-13 m/s, hvassast við SA-ströndina. Skýjað og allvíða dálítil rigning eða skúrir og hiti 8 til 15 stig, en úrkomulítið og svalara á Vestfjörðum.

Á fimmtudag:

Norðvestlæg átt. Rigning á Norðausturlandi, annars skýjað með köflum en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 15 stig, mildast SA-lands.

Á föstudag:

Suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast A-lands.

Á laugardag:

Útlit fyrir milda suðlæga átt með dálítilli vætu, einkum sunnantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×