Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Mál tengd uppreist æru urðu tilefni stjórnarslita og þingrofs síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“