Fótbolti

Segja að Real Madrid ætli að selja Cristiano Ronaldo til Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo fagnar eftir þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni í vor.
Ronaldo fagnar eftir þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni í vor. vísir/getty
Spænska stórblaðið Marca hefur heimildir fyrir því að Real Madrid ætli að selja Cristiano Ronaldo til ítalska félagsins Juventus.

Kaupverðið á að vera í kringum 100 milljón evra en félögin eru þó sögð enn vera að ganga frá lausum endum.

Það var að heyra á Cristiano Ronaldo eftir tímabilið að hann væri á förum frá Real Madrid en hann hefur hótað því áður.

Nú virðist stefna í það að Real sjái á eftir sinni allra stærstu stjörnu og það til Ítalíu en ekki til Englands eins og margir bjuggust við.







Cristiano Ronaldo mun samkvæmt frétt Marca gera fjögurra ára samning og fá um 30 milljónir pund í laun á ári eða 4,2 milljarða íslenska króna.

Cristiano Ronaldo hefur spilað með Real Madrid frá 2009 eða undanfarin níu tímabil. Hann hefur skorað 450 mörk í 438 leikjum í öllum keppnum með spænska félaginu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×