Innlent

Með auðmýkt í farteskinu

SAR skrifar
Bergþóra Þorkelsdóttir tekur við starfi forstjóra Vegagerðarinnar 1. ágúst næstkomandi.
Bergþóra Þorkelsdóttir tekur við starfi forstjóra Vegagerðarinnar 1. ágúst næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Starfið leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi verkefni. Ég fer með auðmýkt í farteskinu og byrja að læra, eins og maður gerir á nýjum stað,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir sem hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði Bergþóru en Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra vék sæti vegna tengsla sinna við Bergþóru.

„Ég sótti um starfið vegna þess að mér fannst það áhugavert og taldi mig geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. Ég hef mikla og langa stjórnunarreynslu og finnst áhugavert að koma inn í stofnun sem hefur svona víðtækt og vaxandi hlutverk í íslensku samfélagi. Þetta er verkefni sem er áhugavert fyrir manneskju á mínum stað í lífinu.“

Bergþóra segir að hennar næsta verkefni sé að kynnast stofnuninni og umhverfi hennar betur.

Umsækjendur um starfið voru metnir út frá níu hæfnisþáttum sem sérstök hæfnisnefnd skilgreindi út frá þeim kröfum sem fram komu í starfsauglýsingunni. Mest vægi hafði stjórnunarreynsla, eða 25 prósent, reynsla af rekstri og áætlanagerð vó 20 prósent og þekking á samgöngum eða atvinnulífi 15 prósent.




Tengdar fréttir

Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar

Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×