Viðskipti innlent

Katrín Olga í stjórn Travelade

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jóhannesdóttir. Mynd/Travelade
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hefur verið kjörin í stjórn sprotafyrirtækisins Travelade. Í stjórn félagsins sitja einnig stofendur fyrirtækisins, Andri Heiðar Kristinsson og Hlöðver Þór Árnason, auk Heklu Arnardóttur frá Crowberry og Hjálmari Gíslasyni frá Investa.

Í tilkynningu kemur fram að félagið hafi síðastliðinn vetur lokið við 160 milljóna króna fjármögnun sem leidd var af Crowberry Capital.

„Katrín Olga Jóhannesdóttir er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Advania og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í stjórn Icelandic Group, í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum,“ segir í tilkynningunni.

Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×