Upptaka úr bílamyndavél réði úrslitum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 11:24 Myndavélar sem þessi geta skipt sköpum við rannsókn lögreglumála. Vísir/getty Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni. Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sífellt fleiri mál sem koma inn á borð lögreglunnar leysast með aðstoð svokallaðra bílamyndavéla (e. dashcam). Upptökur úr slíkum myndavélum, sem ökumenn koma fyrir í framrúðu bíla sinna, hafa oft innihaldið mikilvægar upplýsingar - sem hefðu farið fram hjá annars vökulum augum. Vísir hefur heimildir fyrir því að ein slík upptaka hafi til að mynda ráðið úrslitum við rannsókn nýlegs áreksturs. Ökumaður í órétti, sem ekið hafði á aðra bifreið á móti rauðu ljósi, stakk af frá slysstað á Grensásvegi án þess að vitni næðu bílnúmeri hans. Það var svo ekki fyrr en að maður, sem náð hafði árekstrinum á bílamyndavél sína, setti sig í samband við lögregluna og afhenti henni upptökuna sem málið leystist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreguþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé að verða æ algengara að sambærilegar upptökur séu notaðar við rannsókn mála. Myndavélar sem þessar séu algengar víða um heim, ekki síst í Austur-Evrópu og Rússlandi, þaðan sem reglulega berast upptökur af atvikum í umferðinni. Eitt slíkt myndband frá Íslandi rataði til að mynda í fréttirnir í vikunni, í tengslum við mikilvægi vegriða á þjóðvegum landsins. Ómar rekur auknar vinsældir vélanna á Íslandi til þeirrar staðreyndar að þær teljist nokkuð ódýrar ásamt því að vélarnar fáist víða. Að sama skapi kunni þær að bæta réttarstöðu fólks lendi það í óhappi í umferðinni. Ómar hvetur eigendur slíkra myndavéla til að setja sig í sambandi við lögreglu, telji þeir sig hafa fangað eitthvað á filmu sem aðstoðað gæti við rannsókn mála. Þeir þurfi ekki að óttast að myndböndin fari í dreifingu, enda muni lögreglan ekki láta öðrum þau í té. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda upptöku úr bílamyndavél sem fór á flug í vikunni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13 Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vegrið kom í veg fyrir stórslys Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. 2. júlí 2018 07:13
Framanákeyrslum fjölgar verulega Mikil fjölgun var á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. 2. júlí 2018 19:30