Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 0-0 | Annað markalausu jafnteflið í röð hjá Blikum Einar Kárason skrifar 7. júlí 2018 20:30 Oliver og samherjar hans náðu ekki að skora í dag. vísir/bára Þegar tvö knattspyrnulið gera 0-0 jafntefli lifir sá leikur oftar en ekki afar stutt í minningunni. Það var þó ekki í dag þegar ÍBV tók á móti Breiðablik á Hásteinsvelli. Alveg frá fyrstu spyrnu leiks var ljóst að þetta yrði hörkuleikur. Liðin skiptust á að sækja þó gestirnir virkuðu líklegri til að setja boltann í netið. Gísli Eyjólfsson fékk hörkufæri eftir tæplega 10 mínútna leik en Halldór Páll Geirsson í marki ÍBV sá við honum. Bæði lið fengu færu fyrstu 45 en það vantaði að binda endahnút á sóknirnar. Markramminn sá svo við tilraunir frá bæði Shahab Tahedi og Willum Þór Willumssyni áður en flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðan leik þar sem mörg færi fóru forgörðum, þar sem markmenn beggja liða voru í toppstandi. Gísli fékk annan sjéns gegn Halldóri sem sá við honum, þar sem hann var aleinn gegn Eyjamanninum stóra og stæðilega. Gunnleifur Gunnleifsson klukkaði einnig mikilvægan bolta frá Sindra Snæ Magnússyni, en það var varslan eftir skot Atla Arnarssonar sem var til fyrirmyndar. Skotið frá Atla var fast úr teig, en Gunnleifur henti sér á eftir boltanum og sló í horn. Aldur er einfaldlega bara tala, svo einfalt er það. Það var svo þegar venjulegur leiktími var liðinn að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu þegar hann taldi brotið á Kolbeini Þórðarsyni inni í teig ÍBV. Gísli Eyjólfsson fór á punktinn en maður leiksins, Halldór Páll Geirsson, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gísla áður en heimamenn náðu að hreinsa. Halldór kórónaði þannig frábæran leik og bjargaði stigi fyrir ÍBV í leik markmannana. Frábær 0-0 leikur. Ágúst: Virkilega súrt „Alvöru 0-0 jafntefli. Það er með ólíkindum að það hafi ekki komið mark í þennan leik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir leik. ,„Við stóðum vaktina ágætlega varnarlega en að hafa ekki skorað í þessum leik er með ólíkindum. Við fáum víti í lokin sem við náum ekki að skora úr sem er virkilega súrt." Blikar sóttu ívið meira en heimamenn í dag en markmenn liðanna stálu senunni. „Halldór átti frábæran leik. Hann varði hvað eftir annað frá okkur. Gulli spilaði sinn leik og hann er alltaf góður. Við héldum núllinu sem var ánægjulegt en að taka ekki öll stigin hérna í dag er fúlt." „Þetta eru 2 stig töpuð." Kristján: Treysti dómurunum Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV var sammála fréttamanni um að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta 0-0 jafntefli sem hann hafi upplifað. „Þetta var einmitt sá leikur sem hefði getað farið 5-5 eða 5-0.” ,„Þetta var opið. Þetta var opinn leikur. Bæði lið opnuðu sig þannig að það komu færi eftir færi. Það var mjög gaman að sjá liðin okkar í dag. Menn voru að fórna sér." Eyjamenn fengu á sig víti í lokin en enginn skaði varð af því. Kristján segist treysta dómurunum. „Ég treysti þeim algjörlega til að dæma þetta." Hefði hann sagt eitthvað annað ef Halldór Páll hefði ekki varið vítið? „Jájá. Neinei, ég treysti þeim algjörlega til að dæma þetta," sagði Kristján glottandi. Pepsi Max-deild karla
Þegar tvö knattspyrnulið gera 0-0 jafntefli lifir sá leikur oftar en ekki afar stutt í minningunni. Það var þó ekki í dag þegar ÍBV tók á móti Breiðablik á Hásteinsvelli. Alveg frá fyrstu spyrnu leiks var ljóst að þetta yrði hörkuleikur. Liðin skiptust á að sækja þó gestirnir virkuðu líklegri til að setja boltann í netið. Gísli Eyjólfsson fékk hörkufæri eftir tæplega 10 mínútna leik en Halldór Páll Geirsson í marki ÍBV sá við honum. Bæði lið fengu færu fyrstu 45 en það vantaði að binda endahnút á sóknirnar. Markramminn sá svo við tilraunir frá bæði Shahab Tahedi og Willum Þór Willumssyni áður en flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðan leik þar sem mörg færi fóru forgörðum, þar sem markmenn beggja liða voru í toppstandi. Gísli fékk annan sjéns gegn Halldóri sem sá við honum, þar sem hann var aleinn gegn Eyjamanninum stóra og stæðilega. Gunnleifur Gunnleifsson klukkaði einnig mikilvægan bolta frá Sindra Snæ Magnússyni, en það var varslan eftir skot Atla Arnarssonar sem var til fyrirmyndar. Skotið frá Atla var fast úr teig, en Gunnleifur henti sér á eftir boltanum og sló í horn. Aldur er einfaldlega bara tala, svo einfalt er það. Það var svo þegar venjulegur leiktími var liðinn að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu þegar hann taldi brotið á Kolbeini Þórðarsyni inni í teig ÍBV. Gísli Eyjólfsson fór á punktinn en maður leiksins, Halldór Páll Geirsson, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Gísla áður en heimamenn náðu að hreinsa. Halldór kórónaði þannig frábæran leik og bjargaði stigi fyrir ÍBV í leik markmannana. Frábær 0-0 leikur. Ágúst: Virkilega súrt „Alvöru 0-0 jafntefli. Það er með ólíkindum að það hafi ekki komið mark í þennan leik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks eftir leik. ,„Við stóðum vaktina ágætlega varnarlega en að hafa ekki skorað í þessum leik er með ólíkindum. Við fáum víti í lokin sem við náum ekki að skora úr sem er virkilega súrt." Blikar sóttu ívið meira en heimamenn í dag en markmenn liðanna stálu senunni. „Halldór átti frábæran leik. Hann varði hvað eftir annað frá okkur. Gulli spilaði sinn leik og hann er alltaf góður. Við héldum núllinu sem var ánægjulegt en að taka ekki öll stigin hérna í dag er fúlt." „Þetta eru 2 stig töpuð." Kristján: Treysti dómurunum Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV var sammála fréttamanni um að þetta hafi verið eitt skemmtilegasta 0-0 jafntefli sem hann hafi upplifað. „Þetta var einmitt sá leikur sem hefði getað farið 5-5 eða 5-0.” ,„Þetta var opið. Þetta var opinn leikur. Bæði lið opnuðu sig þannig að það komu færi eftir færi. Það var mjög gaman að sjá liðin okkar í dag. Menn voru að fórna sér." Eyjamenn fengu á sig víti í lokin en enginn skaði varð af því. Kristján segist treysta dómurunum. „Ég treysti þeim algjörlega til að dæma þetta." Hefði hann sagt eitthvað annað ef Halldór Páll hefði ekki varið vítið? „Jájá. Neinei, ég treysti þeim algjörlega til að dæma þetta," sagði Kristján glottandi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti