Trump segir „allt í fína“ með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:55 Fundurinn í Montana í gærkvöldi var að nafninu til ætlað að styðja frambjóðanda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump fór hins vegar um víðan völl í ræðu sinni eins og vanalega. Vísir/Getty Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna. Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna.
Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26