Erlent

Lancet dregur til baka tvær greinar Macchiarini

Atli Ísleifsson skrifar
Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi.
Paolo Macchiarini starfaði við Karolinska í Stokkhólmi. Vísir/EPA
Læknatímaritið Lancet hefur dregið til baka tvær vísindagreinar eftir ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarini um plastbarkaígræðslur. Þetta er gert eftir að beiðni barst frá Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska institutet í Stokkhólmi þar sem Macchiarini starfaði.

Frá þessu segir í frétt Dagens Medicin. Greinarnar sem um ræðir fjalla um ígræðslur plastbarka í sjúklinga og voru birtar árið 2011.

Í bréfi Ottersen til Lancet sagði hann að rannsóknirnar og ígræðslurnar hafi verið framkvæmdar án fullnægjandi forrannsókna og greinarnar hafi kynnt niðurstöðurnar á óeðlilega jákvæðan og gagnrýnislausan hátt. Macchiarini framkvæmdi fjórar plastbakaígræðslur á þremur sjúklingum við Karolinska og eru allir þeirra nú látnir.

Karolinska tilkynnti í síðasta mánuði að stofnunin hafi dregið til baka sex greinar Macchiarini sem birtust í nokkrum vísindatímaritum, meðal annars Lancet. Sagði Otterson að sjö meðhöfundar hafi einnig verið ábyrgir fyrir vísindalegu misferli, þeirra á meðal Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir.

Ekki er algengt að Lancet dragi til baka greinar, en frægasta dæmið er líklega grein frá árinu 1998 þar sem rannsókn þar sem sagt var börn sem yrðu bólusett kynnu að þróa með sér einhverfu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×