Erlent

Afrískt hitamet líklega slegið

Kjartan Kjartansson skrifar
Hitamet hafa verið slegin víða um norðurhvelið síðustu dagana.
Hitamet hafa verið slegin víða um norðurhvelið síðustu dagana. Vísir/Getty
Talið er líklegt að hitamet fyrir Afríku hafi verið slegið þegar mælar sýndu 51,3°C í Alsír í gær. Það er rúmlega hálfri gráðu heitara en fyrra met.

Wahington Post segir að hitinn í borginni Ouargla í norðanverðri miðju Alsír sé sá hæsti sem mælst hafi með áreiðanlegum hætti í heimsálfunni.

Fyrra met var 50,7°C í Marokkó í júlí árið 1961. Öðrum mögulegum hitametum í Afríku hefur verið hafnað af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni vegna ágalla á mælingum. Stofnunin hefur ekki staðfest að met hafi verið slegið í Alsír.

Fjöldi hitameta hefur verið settur um norðurhvelið undanfarna daga. Hitabylgja hefur verið víðs vegar í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum. Í Óman var líklegt sett met yfir hæsta lágmarkshita á sólahring þegar lægsti hiti mældist 42,6°C í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×