Trump-stjórnin þaggaði niður rannsókn á krabbameinsvaldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Verkefni Umhverfisstofnunarinnar á að vera að vernda heilsu og umhverfi í Bandaríkjunum. Undir Trump hefur forysta stofnunarinnar hugsað meira um hagsmuni fyrirtækja. Vísir/Getty Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19