Forstjóri Landspítalans kveðst ekki gráta kjararáð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Anton Brink Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira