Slæmt ferðaveður á morgun á miklum ferðadegi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 20:00 Gul viðvörun morgundagsins gildir um stóran hluta landsins, Vísir/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig. Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan fjögur síðdegis á morgun. Viðvörunin nær frá Faxaflóa, yfir hálendið, Snæfellsnes og Vestfirði og alveg að Skagafirði. Hvassviðri er framundan og er ferðalöngum, einkum þeim sem eru á farartækjum sem taka á sig vind, því bent að fylgjast vel með veðri. Segja má að hvassviðrið komi á óheppilegum tíma enda má búast við að umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu verði þung á morgun. Fjölmennum knattspyrnumótum lýkur Akureyri um helgina auk þess sem að Landsmóti hestamanna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur Á morgun. Því má gera ráð fyrir að húsbílar og bílar með tjaldvagna og hestakerrur verði margir á þjóðvegum landsins en í samtali við Vísi segir Björn Sævar Einarsson, að ökumenn með slík tæki í eftirdragi þurfi að huga sérstaklega vel að veðri áður en lagt er af stað.Gul viðvörun gildir einnig fyrir mánudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsLægir um nóttina en byrjar aftur á mánudagsmorgun „Það má búast við því að það verði ansi hviðótt og jafnvel stormur upp á fjöllum og á Holtavörðuheiði þarna um tíma,“ segir Björn Sævar. Hvassviðrið lætur fyrst á sér kræla upp úr klukkan fjögur við Faxaflóa og Breiðafjörð gera má ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, Hvalfirði og undir Hafnarfjalli. Frá og með klukkan sex annað kvöld nær viðvörunin einnig til Vestfjarða, hálendisins og Stranda og Norðurlands vestra en gert er ráð fyrir suð- og suðaustan stormi með snörpum vindhviðum yfir 20 metra á sekúndu. „Þetta verður verst á norðanverðu Snæfellsnesi og upp á Holtavörðuheiði og síðan má kannski segja að það lægi um nóttina um tíma en svo skellur þetta aftur um klukkan níu á mánudagsmorguninn og verður frameftir allan daginn norðvestan til og upp á hálendinu,“ segir Björn Sævar en gul viðvörun er einnig í gildi frá og með mánudagsmorgninum fram eftir degi. Nær hún til Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra. Er þar um að ræða suðvestan storm með snörpum vindhviðum og eru ferðalangar einnig hvattir til að huga sérstaklega að veðri áður en að haldið er af stað á þessum slóðum á mánudag.Veðurhorfur á landinu Vestan 3-10 m/s og styttir að mestu upp vestantil en fer að rigna á Austurlandi síðar í kvöld. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun, 10-15 m/s vestantil seinnipartinn með súld eða rigningu, sums staðar hvassara í vindstrengjum við fjöll á Vesturlandi. Hægari vindur á Norður og Austurlandi og bjartviðri. Sunnan 15-23 norðvestantil á landinu annað kvöld. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Suðvestan 10-18, hvassast og hviðótt norðvestantil á landinu. Rigning með köflum um landið vestanvert, en léttskýjað austantil. Hiti frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig á Austurlandi. Á þriðjudag:Suðvestan 8-13, en dregur úr vindi síðdegis. Skúrir vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á miðvikudag:Sunnan 5-13, rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag:Fremur hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu og skúrir S- og V-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. Á föstudag:Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira