Sport

Guðbjörg Jóna nældi í brons

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Jóna er hún kom í mark í gær.
Guðbjörg Jóna er hún kom í mark í gær. vísir/skjáskot
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri.

Guðbjörg Jóna gerði frábæra hluti í gær er hún nældi sér í gullverðlaun í hundrað metra hlaupi og kemur því með brons og gull heim.

Guðbjörg hljóp á 23,73 sekúndum en hlaupið var ansi spennandi. Hún varð 13 sekúndubrotum á eftir Gemima Joseph frá Frakklandi sem var í öðru sæti.

Sigurvegarinn kom frá Írlandi og heitir Rhasidat Adeleke en hún var nítján sekúndubrotum á undan Guðbjörgu.

Hlaupið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Guðbjörg í úrslit í 200 metra hlaupi

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir varð í 2. sæti í undanúrslitum í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri. Hún komst þar með í úrslitahlaupið sem fer fram síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×