Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 21:15 Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45