Innlent

Spá allt að 20 stigum austanlands í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Skjáskot/veðurstofa
Fremur þungbúið verður á landinu í dag en hægur vindur samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Bjart austanlands fram eftir degi og eins gæti skýjahulan lyft sér og jafnvel brotnað upp af og til um landið vestanvert í dag. Þó má gera ráð fyrir einhverjum skúrum en margir sleppa alveg. Víða þurrt í fyrramálið en vaxandi suðaustanátt á morgun, fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn, en léttir aftur til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, en allt að 20 stigum þar sem best lætur austanlands í dag.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 3-10 í dag og rigning með köflum, en vestlægari og skúrir síðdegis, fyrst V-ast. Þurrt A-lands fram undir kvöld. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Hægari á morgun og birtir til N- og A-lands seinnipartinn, en gengur í SA 5-13 S- og V-lands og fer að rigna. Hiti 7 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum og við A-ströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 12 til 18 stig en skýjað og víða þokusúld eða rigning með köflum sunnan- og vestantil og hiti 9 til 14 stig.

Á þriðjudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt. Allvíða væta á köflum en úrkomulítið vestantil. Kólnar heldur í veðri og hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustan og austantil.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað og allvíða dálítil rigning eða skúrir en úrkomulítið suðaustanlands. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og allvíða skýjað með köflum en stöku skúrir við norðurströndina. Hiti 6 til 15 stig.

Á föstudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og vætu í flestum landshlutum, síst þó norðanlands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×