Samferðamenn Jónasar minnast félaga síns: „Mesti blaðamaður sem ég vann með“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2018 18:43 Jónas var einn stofnanda og ritstjóri Dagblaðsins árið 1975 og varð seinna meir ritstjóri DV í tuttugu ár, eða frá árinu 1981 til 2001. Mynd/Fréttablaðið Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi. Andlát Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fjölmargir hafa minnst Jónasar Kristjánssonar blaðamanns og ritstjóra, á samfélagsmiðlum í dag. Jónas lést á hjartadeild Landspítalans í gær, 78 ára að aldri.„Þar fór einn af okkar bestu sonum of snemma. Mesti blaðamaður sem ég vann með,“ segir blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson á Facebook-síðu sinni í dag. Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, minnist Jónasar sem merkilegs frumkvöðuls í íslenskri fjölmiðlasögu og að hann hafi verið beittur penni og þjóðfélagsrýnir. „Takk fyrir allt, Jónas.“ Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir Jónas hafa verið snilling þegar kom að stuttum og hnitmiðuðum texta. „Það voru forréttindi að taka sín fyrstu skref í blaðamennsku undir handleiðslu hans. Ég votta aðstandendum samuð mína,“ segir Kristín.Einstaklega skarpur Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður segist hafa hitt Jónas nokkrum sinnum og að í öll skiptin hafi þeir rætt blaðamennsku. Jóhannes lýsir Jónasi sem einstaklega skörpum og að hann hafi kveikt áhuga sinn á ýmsum málum til að skoða. „Ég fylgdist miklu lengur með ferli Jónasar sem ritstjóra en hann mér sem fréttamanni og hef ávallt borið mikla virðingu fyrir honum. Jónas skrifaði mjög beitta pistla um blaðamennsku og spillingu í íslensku samfélagi um árabil. Þetta voru stuttir og hnitmiðaðir pistlar þar sem hann hrósaði og gagnrýndi blaðamennsku og benti ítrekað á hve góð blaðamennska er mikilvæg í öllum samfélögum – pistlar sem eru mikilvæg heimild um sögu blaðamennsku á Íslandi. Námskeið Jónasar um blaðamennsku sem finna má á vefsíðunni hans eru líka mikilvæg fyrir upprennandi blaðamenn og íslenska blaðamennsku um ókomin ár. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið fyrir mín störf kom frá Jónasi, þessum merka mentor margra íslenskra blaðamanna og íslenskrar blaðamennsku. Það þykir mér óendanlega vænt um og mikill heiður,“ segir Jóhannes.Jónas var blaðamaður og ritstjóri og sinnti fjölmörgum ritstjórnarstörfum. Mynd/FréttablaðiðMargbrotinn maður Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, minnist sömuleiðis Jónasar. „Hvíl í friði kæri Jónas. Mikið sem það var auðgandi og skemmtilegt að fá að kynnast þessum margbrotna manni.“ Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir einn beittasta og skarpasta penna landsins nú hafa fallið frá. „Ég var ekki alltaf sammála honum, en oftast þó. Hann var magnaður þjóðfélagsrýnir og kunni að beita knöppu stílbragði sem ég lærði mikið af. Ég efa ekki að hann hafi skólað marga núlifandi blaðamenn í grunnþáttum blaðamennsku. Hvíl í friði. Ég mun sakna örskrifa þinna Jónas sem ég las við hvert tækifæri.“Fáir skilið eftir sig stærri spor Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, segir í Facebook-færslu sinni að fáir, ef nokkrir, íslenskir blaðamenn hafi skilið eftir sig stærri spor í faginu en Jónas Kristjánsson sem nú er fallinn frá. „Um áhrif hans á sögu hinna ýmsu fjölmiðla má margt skrifa en fyrir ungan blaðamann fyrir nokkrum áratugum var afdráttarleysi hans lærdómsríkast. Hann kenndi manni hvorttveggja að tala enga tæpitungu og reyna aldrei að þóknast valdsmönnum. Þetta voru einkenni hans fram á síðustu stund og verða mér persónulega ævinlega efst í huga. „Blaðamaður á enga vini,“ sagði Jónas en ég votta fjölskyldu hans innilega samúð,“ segir Illugi.
Andlát Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent