Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vonast til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Vísir//Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30